Wednesday, December 09, 2009

Ohh jæja!

Ég var að tala við leiðbeinandann minn í Amsterdam. Þeir eru ánægðir með mig en vilja samt að ég geri meiri tölfræði og bæti við og breyti og bla bla. Ég mun því eyða síðustu dögunum í Hong Kong við tölvuna í skólanum og trúlega einhverjum dögum heima á Íslandi. Oh jæja það gengur svo og við þessu að búast. Á sunnudagsmorguninn held ég heim á leið. Stoppa í London í tvo daga og verð svo á skeri á þriðjudagskvöld. Lifið heil.

6 comments:

Sigrún sys said...

já jæja, gangi þér vel með þetta. Það verður gaman að sjá þig á sennilega miðvikudaginn, þér er boðið í afmæliskaffið hans Jóhanns þá :)

Hrólfur S. said...

Þú ert svo æðisleg, Gunnhildur!

Kristján said...

Góðan lokasprett Gunnhildur ! Þú getur þetta, það eru fæstar konur með þína fótleggi ;) Þú ert bara yndisleg !!

Unknown said...

Koma svo!

Anonymous said...

Það er þetta sem reynir á....endalaust að halda að maður sé að verða búin, sendir frá sér, heldur sigurhátíð með sjáfum sér...og...svo kemur helvítis draslið til baka. Tekur tvo daga að átta sig á því í grenjukastinu að þetta er kannski ekki svo slæmt og kannski hafa leiðbeinendur eitthvað til síns máls. Eeeen, þú ert hugrökk að steypa saman Evrópu og Asíu í einni rannsókn, það verð ég að segja.Rannsaka í Asíu og bera það fyrir Evrópuakademíuna. Amen
Ása Björk

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir pepp og studning. Tid erud lika aedisleg. Serstaklega tu Kristjan.