Tuesday, December 01, 2009
Búin í bili bráðum bráðum alveg búin
Jessúss minn ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera drullustressuð undanfarið og hef ekki notið lífsins neitt sérstaklega. Maður þarf að hafa pínulítið fyrir því að klára mastersgráðu, þó að maður sé í Hong Kong. En nú er ég búin að senda skýrsluna frá mér og við tekur betri tíð með blóm í haga, pandabjörnum, risastórum búddalíkneskjum, jólagjafainnkaupum og göngu og strandferðum. Þetta var reyndar bara fyrsta kastið af skýrslunni en hún er svo djöfulli löng og leiðinleg að leiðbeinendurnir hljóta að taka sér nokkra daga í að fara yfir hana. Á meðan ætla ég að slaka og skoða. Svo er bara að vona að þeir séu komnir í góðan jóla gír og séu hressir og glaðir og til í að gefa mér bara sæmilega einkunn án þess að ég þurfi að breyta mjög miklu. En nú er ég búin að sitja við í aaallan dag og fram á nótt við skýrsluskrif og ætla heim að baða mig og fara svo kannski bara að sofa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Til hamingju með skilin. Ef ég þekki þig rétt þá þarf engan jólagír hjá leibeinundunum til að þú fáir fína einkunn. Hlakka til að hitta þig fyrir jólin.
Njóttu pöndu og búdda
kv. Fríða
Til hamingju með áfangann! Ertu að skella þér til Sichuan að skoða pöndur og búddastyttur þar?
Mikid ertu dugleg.
Post a Comment