Sunday, December 06, 2009

Dagur 54

Ég borða sunnudags Dim sumið mitt. Sit enn með hundruðum kínverja í risastórum sal. Það er einhver hátíðleg stemmning í loftinu. Salurinn svo fallega bleikur og rauður og það er búið að skreyta hann með blöðrum. Ég ímynda mér að ef ég ætlaði að eyða jólunum hér þá myndi ég borða hér á aðfangadagskvöld. Eða í hádeginu á jóladag. Ég panta mér fimm rétti og borga einhvern þúsunda kall fyrir. Það er afsláttur eftir klukkan tvö. Svo fer ég á kaffihúsið mitt sötra latte og hangi. Í kvöld ætla ég að kaupa mér kók og snakk og horfa á Simpson myndina sem er í sjónvarpinu. Ég er mjög spennt.

5 comments:

Anonymous said...

Mér finnst þú vera töff
kv
Ása Björk

Unknown said...

Mikid sakna ég þín nú ljúfan mín. Það er rosa gman að fylgjast með þér og að þú hafir það svona ljómandi gott í Kínaveldi. Mér varð hugsað til þí í fyrradag þegar við Íris löbbuðum um Albert Kuypmarkaðinn.

Dísa said...

juu... hvað ég hlakka til að fá þig heim. Þetta er greinilega búið að vera algjört ævintýri:-)

Anonymous said...

Sætar pöndur og töff gleraugu.
Allir bíða spenntir eftir þér.
kveðja Áshildur

Anonymous said...

Mjög flottar myndir. Ég held að það þurfi enga lofthræðslu til að hreyfa við manni í þessum kláf. Fæ bara í magan hérna við stofuborðið. Þú ert ekki síður flott með gleraugun og örugglega án þeirra líka.
Hlakka rosalega til að hitta þig,
Fríða