Monday, December 07, 2009

Dagur 55 - Á sjéns í Tai O

Ég fór ti þorpsins Tai O á Lantau eyju. Þorpið er lítið sjávarpláss þar sem mest lítið hefur breyst í aldanna rás. Húsin eru byggð á súlum í vatninu, þar eru engir bílar og gamalt fólk með kínahatta mælir göturnar. Það varð að vísu stórbruni þarna um árið og stór hluti húsanna brann. En þau voru reist aftur í vatninu en úr áli að þessu sinni. Ég labbaði lengi um þorpið þvert og endilangt og tók myndir. Ég hitti rosa skemmtilegan gamlan kall sem ég spjallaði lengi við. Hann sýndi mér myndir og hafði mikinn áhuga á lífi mínu á Íslandi og í Amsterdam. Þegar ég var farin að huga að heimferð fer annar maður að spjalla við mig. Sá var öllu yngri og reffilegri. Hann kynnti sig sem Pin Kee. Hann vildi endilega fylgja mér út að strætóstoppistöðinni og segja mér meira um þorpið. Við spjölluðum mikið og hann sagði mér að hann ynni við að gæda túrista um svæðið. Hann sagðist enn vera einhleypur en að hann byggi með öldruðum foreldrum sínum. Þegar líða fór að því að strætóinn kæmi sagði Pinky að þetta væri það sem kallað væri a romantic encounter og að hann vonaðist til þess að hitta einn daginn góða stúlku eins og mig. Það fór þá ekki svo að ég lenti ekki á sjéns í Hong Kong. Myndir:

Kærastinn minn



Reynt að halda öndunum góðum



Í bænahúsi



Álkofi



Þurrkaður fiskur og rækjumauk



Konur selja fisk og ræða málin



Traustar undirstöður



Þorpið



Farartæki

4 comments:

Hrólfur S. said...

Þetta er alltsaman svo athyglisvert.

Unknown said...

Elsku Kína og Kínverjarnir.

Gulla said...

Vá hvað þetta er allt skemmtilegt...hlakka til að fá þig heim sæta :o)

Dedda hennar Lólóar said...

dásamlegt alveg, og sætur gæji.