Tuesday, February 17, 2009

Roðin á rasskinnunum

Ég geri ekkert skemmtilegra en að fara í ræktina þessa dagana. Mér finnst sjúklega gaman að púla svolítið. Í gær stóð ég sjálfa mig að því að standa í búningsklefanum eftir púlið og bara hugsa endalaust um hvað mér þykir sjúklega vænt um vini mína. Var bara eitthvað að dunda mér við að setja á mig krem og maskara mig og blása á mér hárið og eitthvað og svo bara hugsaði ég um hvað ég elska rosa mikið. Áttaði mig svo á því að ég hlyti að vera í vímu eftir púlið. Einhver efni bara að pumpa á fullu í heilanum á mér og ég í stjórnlausri ástarvímu. Stórkostlegt. Annars hugsa ég aldrei um hvað mér þykir vænt um vini mína. Djók. Annars er svolítið athyglisvert að fara í sturtu eftir ræktina í Hollandi. Þeir eru svo frjálslegir hér. Held að ímynd Ameríkana um frjálslynda nakta Skandinavann séu kannski bara komnar frá Hollandi. Hér fara allir naktir saman í gufu, naktar kellingar og naktir kallar. Ég er enn ekki búin að hætta mér í gufuna. Eeen gufan er við hliðina á sturtuklefa kvenna. Og kallarnir þurfa að labba framhjá hálfgagnsæju gleri sem skilur að gufuna og kvennaklefann. Maður sér þá sem sagt bara lalla sér á sprellanum bara svona rétt við hliðina á nöktum sjálfum sér og þeir sjá mann væntanlega til baka. Svo geta þeir meira að segja farið í krana sem er svona hálf inni í kvennaklefanum. Í dag var ég bara eitthvað að sápa mig í sakleysi mínu þegar kall lallar sér í rólegheitunum á sprellanum í kranann. Mér varð um og ó enda hef ég ekki séð nakinn karlmann í háa herrans tíð. Ég roðnaði alveg áreiðanlega á rasskinnunum.

3 comments:

Anonymous said...

hehehehe...held að ég fari og kaupi mér kort í ræktina. Klefarnir eru reyndar rækilega aðskildir í minni rækt.

Anonymous said...

fyndið

Anonymous said...

hahahahah, já, er hægt að roðna á rasskinnunum. Kannski. Ég er oft mjög utan við mig og hef oft labbað inn í karlaklefa sí svona óvart. Mjög gaman.
kveðja Áshildur