Thursday, February 05, 2009

Bonnie og Polly

Ég var að kaupa mér miða á Will Oldham í apríl. Er viðbjóðslega spennt. Ætli það séu ekki komin tíu ár síðan ég sá hann síðast. Ég held í alvöru að hann sé ekkert svo ljótur ef skeggið væri á kollinum. Ég elska hann svo mikið.


Það var uppselt á alla tónleika P.J. Harvey sem ég hefði hugsanlega getað farið á í Evrópu (Amsterdam, París, Kaupmannahöfn, Brussel, Manchester osfrv. í maí!). Ég gæti grátið. Mig langar svo mikið að sjá hana á tónleikum. En nú leggst ég bara á bæn. Góði guð viltu láta Polly rífa sig úr þessum helvítis brúðarkjól, hætta þessu gutli á píanóið og fara að spila á rafmagnsgítarinn á nærfötunum aftur og halda tónleika á fótboltaleikvöngum. Amen.

2 comments:

Anonymous said...

Sammála þér með P.J., langar á tónleika með henni og langar að hún taki upp gítarinn aftur. Ef þú finnur miða einhversstaðar þá kem ég með þér. Will, já það var ekkert smá gaman á síðustu tónleikum sem ég fór á með honum. Hann var mjög kynþokkafullur, grínlaust.
Alda

Hölt og hálfblind said...

Þú skilur mig svo vel Alda mín ;)