Ég bakaði bollur og ætlaði að taka með mér í nesti í skólann. Var að skera þykkar sneiðar af gömlum hollenskum osti sem álegg. Sneiddi líka aðeins af þumli vinstri handar. Snaraði mér út í apótek að kaupa plástur. Setti plásturinn í töskuna þar til ég kom út úr apótekinu. Ætlaði þá að sækja plásturinn í töskuna og fékk þá svona svakalegt paperkött á litlafingur hægri handar. Fossblæddi. Ég átti allavegana plástur.
No comments:
Post a Comment