Monday, February 02, 2009

Mál málanna

Jú mál málanna er auðvitað hvort ég fer til Hong Kong eða ekki. Ég veit að fólk bíður með öndina í hálsinum eftir fréttum af þessu æsispennandi máli. Skyldún fara eða vera, það er spurningin sem brennur á allra vörum. Hvort Jóhanna sé lessa eða flugfreyja, Kata 32 eða 3, fjármálaráðherra dýralæknir eða jarðfræðingur. Iss piss hverjum er ekki sama. En ég get á þessari stundu upplýst fólk um það að nú stefnir allt í að ég drífi mig þarna austureftir. Kannski ekki fyrr en í haust en jú þetta virðist vera að gerast. Maður er svona búinn að finna sér rannsókn til að gera og prófessorar hér og þar hressir og spenntir yfir þessu öllusaman. Nú er þetta "bara" spurning um tíma og smá peníng.
Annars er ég svona um það bil að bugast vegna djamm álags. Það er enginn friður fyrir þessu helvíti. Ég er orðin bogin og bólótt vegna drykkju og dans fram á morgna. Stanslaust stuð að eilífu bara

2 comments:

Anonymous said...

En ótrúlega spennandi!
Breezer

Hölt og hálfblind said...

það finnst mér líka