Tuesday, February 10, 2009

Öppdeit

Ég held ég sé að vakna úr dvala. Ég er búin að vera 5 vikur í kjallaranum í skólanum. Taka massahress á móti þátttakendum í tilraunina mína og hekla hárskraut þess á milli. Horfa á sjónvarpið á kvöldin. Mikið af mjög lélegum bíómyndum. Borða og dettíða um helgar. Heiladauð. Ég hef ekki litið í vísindagrein eða tölfræðibók. Ekki farið út að labba eða skokka. Ekki passað börn. Ekki verslað eða eldað. Borðað tælenskt teikaway og ristað brauð með osti og sultu. Ekki farið í bíó eða á tónleika. Dvali. En nú er ég að vakna. Ég byrjaði í ræktinni í gær og er orðin mjög mjó. Var að hugsa um að fara ekki aftur í dag því að þá færi fólk örugglega að tala um að ég sé með anórexíu. En ég lét mig hafa það. Fékk mér bara kakó og ristað brauð með mjög feitum osti á eftir til að redda þessu. Prentaði út fjall af sálfræðigreinum í dag. Náði nú ekki að lesa neitt samt. Ég geri það á morgun. Má ekki ofgera mér. Nú og svo hef ég sem sagt tekið ákvörðun um að fara til Hong Kong næsta haust. Vera þar í 3 mánuði. Þangað til þarf ég að vinna fyrir peníngum og sækja um styrki. Það er næst á dagskrá. Finna vinnu. Fá styrki. Nú og svo þarf ég að fara að reikna út úr tilrauninni minni og skrifa skýrslu. Ætla til Grikklands í viku í apríl. Fagna þar orthodox páskum. Hver ætlar að bjóða mér heim á sker til að fagna þeim lúthersku?

2 comments:

Hrólfur S. said...

Gaman að lesa þetta.

Hölt og hálfblind said...

Vilt tu koma ad heimsaekja mig um paskana Hrolfur? Eg kaupi raudvinid og steikina. Tu kemur med paskaegg.