Wednesday, December 30, 2009
Sunday, December 20, 2009
Wednesday, December 09, 2009
Ohh jæja!
Ég var að tala við leiðbeinandann minn í Amsterdam. Þeir eru ánægðir með mig en vilja samt að ég geri meiri tölfræði og bæti við og breyti og bla bla. Ég mun því eyða síðustu dögunum í Hong Kong við tölvuna í skólanum og trúlega einhverjum dögum heima á Íslandi. Oh jæja það gengur svo og við þessu að búast. Á sunnudagsmorguninn held ég heim á leið. Stoppa í London í tvo daga og verð svo á skeri á þriðjudagskvöld. Lifið heil.
Monday, December 07, 2009
Dagur 55 - Á sjéns í Tai O
Ég fór ti þorpsins Tai O á Lantau eyju. Þorpið er lítið sjávarpláss þar sem mest lítið hefur breyst í aldanna rás. Húsin eru byggð á súlum í vatninu, þar eru engir bílar og gamalt fólk með kínahatta mælir göturnar. Það varð að vísu stórbruni þarna um árið og stór hluti húsanna brann. En þau voru reist aftur í vatninu en úr áli að þessu sinni. Ég labbaði lengi um þorpið þvert og endilangt og tók myndir. Ég hitti rosa skemmtilegan gamlan kall sem ég spjallaði lengi við. Hann sýndi mér myndir og hafði mikinn áhuga á lífi mínu á Íslandi og í Amsterdam. Þegar ég var farin að huga að heimferð fer annar maður að spjalla við mig. Sá var öllu yngri og reffilegri. Hann kynnti sig sem Pin Kee. Hann vildi endilega fylgja mér út að strætóstoppistöðinni og segja mér meira um þorpið. Við spjölluðum mikið og hann sagði mér að hann ynni við að gæda túrista um svæðið. Hann sagðist enn vera einhleypur en að hann byggi með öldruðum foreldrum sínum. Þegar líða fór að því að strætóinn kæmi sagði Pinky að þetta væri það sem kallað væri a romantic encounter og að hann vonaðist til þess að hitta einn daginn góða stúlku eins og mig. Það fór þá ekki svo að ég lenti ekki á sjéns í Hong Kong. Myndir:
Kærastinn minn
Reynt að halda öndunum góðum
Í bænahúsi
Álkofi
Þurrkaður fiskur og rækjumauk
Konur selja fisk og ræða málin
Traustar undirstöður
Þorpið
Farartæki
Kærastinn minn
Reynt að halda öndunum góðum
Í bænahúsi
Álkofi
Þurrkaður fiskur og rækjumauk
Konur selja fisk og ræða málin
Traustar undirstöður
Þorpið
Farartæki
Sunday, December 06, 2009
Dagur 54
Ég borða sunnudags Dim sumið mitt. Sit enn með hundruðum kínverja í risastórum sal. Það er einhver hátíðleg stemmning í loftinu. Salurinn svo fallega bleikur og rauður og það er búið að skreyta hann með blöðrum. Ég ímynda mér að ef ég ætlaði að eyða jólunum hér þá myndi ég borða hér á aðfangadagskvöld. Eða í hádeginu á jóladag. Ég panta mér fimm rétti og borga einhvern þúsunda kall fyrir. Það er afsláttur eftir klukkan tvö. Svo fer ég á kaffihúsið mitt sötra latte og hangi. Í kvöld ætla ég að kaupa mér kók og snakk og horfa á Simpson myndina sem er í sjónvarpinu. Ég er mjög spennt.
Dagur 53
Ég vakna með sting í auganu. Uppgefin eftir allt adrenalín flæðið í gær. Tek því rólega fram eftir degi. Held svo út í hverfið mitt að versla. Jólagjafir handa mér og fólkinu mínu. Ég kaupi mér skó og kjól. Ég er búin að eyða ótrúlega miklum tíma á mörkuðum og í búðum og verslunarmiðstöðvum hér. When in Rome do as the Romans do. Ég er búin að setja mér áramótaheit. Ekki versla. Ekki fara í kringluna. Enda verður trúlega búið að loka kreditkortinu mínu fljótlega.
Mig er búið að langa lengi í hring sem ég get alltaf verið með. Einhvern svona hversdags, kúl, sem er ég. Loksins fann ég hann:
Þetta er mjög algengt þema í skartgripum hér. Ég hef séð marga hringa með þessu munstri, eyrnalokka, hárspennur og hálsmen. Þetta munstur og svo munstur eins og bandaríski fáninn. Merkilegt.
Mig er búið að langa lengi í hring sem ég get alltaf verið með. Einhvern svona hversdags, kúl, sem er ég. Loksins fann ég hann:
Þetta er mjög algengt þema í skartgripum hér. Ég hef séð marga hringa með þessu munstri, eyrnalokka, hárspennur og hálsmen. Þetta munstur og svo munstur eins og bandaríski fáninn. Merkilegt.
Dagur 52
Ég sprett upp klukkan átta. Undir venjulegum kringumstæðum er þetta langur og sársaukafullur prósess hjá mér. Að vakna. En þetta eru engar venjulegar kringumstæður. Ég á stefnumót við risa pandabirni í dag. Ég er mega spennt. Ég hef aldrei áður séð pandabjörn og þetta gæti verið mitt eina tækifæri í lífinu til að sjá svona skepnu læf. Ég er mætt í dýra/skemmtigarðinn rétt eftir opnun klukkan hálf tíu. Strunsa beint að heimili bjarnanna. Einhver sagði mér að best væri að vera mættur snemma til að sjá þá up close and personal. Þegar þeir borða morgunmatinn sinn. Annars sofa þeir víst mikið yfir daginn og eru ekkert að sýna sig. Ég verð ekki fyrir vonbrigðum. Ein dúllan situr beint fyrir framan mig og gæðir sér á bambus. Svo kemur önnur, Jia Jia. Þrjátíu og eins árs pía, feit og fín. Ég hangi lengi með pöndunum. En svo verð ég svöng og kaffiþyrst og langar út í sólina að leika mér. Ég fæ mér kaffi og möffins og held svo af stað að skoða furðufiska og fleiri exótísk dýr. Ég ákveð að skella mér í parísarhjólið. Sjiii hvað ég er lofthrædd. En gaman. Ég fer í annað tæki. Og annað. Og annað. Og hlæ. Og hlæ. Og úr því að ég er byrjuð þá fer ég líka í rússíbanann. Námu lestina. Skröltandi lítil lest máluð ryðrauð til að auka áhrif. Áður en lestin lagði af stað hugsaði ég í alvörunni um að ég hefði nú átt að hringja í mömmu svona í síðasta sinn og að hver myndi nú erfa mig. Eða öllu heldur hver myndi lenda í því að borga skuldirnar mínar og ganga í skónum mínum. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Eftir rússíbanann horfi ég á höfrunga og sæljón leika listir sínar og enda svo daginn á að fara í annan snúrubíl með stórkostlegu útsýni. Á þessum tímapunkti var lofthræðslan í lágmarki. Ég var búin að sjokkera hana úr mér allri. Mikið er gaman að leika sér. Eins og barn. Myndir:
Dúlla að borða bambus í morgunmat. Þeir nota framloppurnar eins og hendur. Eru með fimm klær og svo auka þumal sem auðveldar þeim að halda á matnum sínum.
Dúlla að fá sér vatn.
Þetta er Jia Jia. Hún er fædd 1978 og er því 31 árs. Hæð: 151 cm. Þyngd: 80-85 kíló. Persónuleiki: Róleg og skapgóð. Miklir og góðir móðureiginleikar.
Þetta er Gunnhildur. Hún er fædd 1977 og er því 32 ára. Hæð: 180 cm. Þyngd: Ekki vitað en trúlega einhversstaðar á milli 65 og 75 kíló. Persónuleiki: Oftast ljúf og góð en á til að vera nokkuð tryllt og týnd í lífinu. Yfir meðal greind. Þykir ekki henta til undaneldis en hugsar um afkvæmi annarra líkt og væru þau hennar eigin.
Gott kaffi og fallegt útsýni. Það glittir í snúrubílinn þarna í hlíðinni í gegnum mengunar móðuna.
Skíthrædd í parísarhjólinu. Ég er svo ánægð með nýju gleraugun að ég bara tek og tek myndir af sjálfi mér.
Dúlla að borða bambus í morgunmat. Þeir nota framloppurnar eins og hendur. Eru með fimm klær og svo auka þumal sem auðveldar þeim að halda á matnum sínum.
Dúlla að fá sér vatn.
Þetta er Jia Jia. Hún er fædd 1978 og er því 31 árs. Hæð: 151 cm. Þyngd: 80-85 kíló. Persónuleiki: Róleg og skapgóð. Miklir og góðir móðureiginleikar.
Þetta er Gunnhildur. Hún er fædd 1977 og er því 32 ára. Hæð: 180 cm. Þyngd: Ekki vitað en trúlega einhversstaðar á milli 65 og 75 kíló. Persónuleiki: Oftast ljúf og góð en á til að vera nokkuð tryllt og týnd í lífinu. Yfir meðal greind. Þykir ekki henta til undaneldis en hugsar um afkvæmi annarra líkt og væru þau hennar eigin.
Gott kaffi og fallegt útsýni. Það glittir í snúrubílinn þarna í hlíðinni í gegnum mengunar móðuna.
Skíthrædd í parísarhjólinu. Ég er svo ánægð með nýju gleraugun að ég bara tek og tek myndir af sjálfi mér.
Dagur 51
Það er gaman að vera búin með verkefnið. það er gaman að vera túristi. Í dag fór ég til Lamma og skoðaði stærsta brons Búdda líkneski sem er útivið. Já takið eftir að ég segi brons og útivið. Það eru víst til miklu stærri líkneski en þetta er úr bronsi og úti. Og bara nokkuð gaman að sjá. Eitt af því sem maður gerir sem túristi í Hong Kong. Tekur snúru bíl (cable car) upp í hæðirnar á Lamma eyju og myndar Búdda. Snúru bíllinn er brjálaður. 30 mínútna ferðalag á snúru upp yfir sjó og fjöllum. Mikið ævintýri fyrir lofthræddar kellingar eins og mig. Myndir:
Lagt af stað í ferðalag í snúrubíl
Stjörf af hræðslu en reyni að brosa í gegnum tárin. Vænn samferðamaður tók mynd.
Hangi á stúru yfir firði
Yfir fjöllunum. Búdda blasir við í fjarska.
Einhver svona búdda týpa. Hæsta fjall Hong Kong í baksýn. Ég er að velta því fyrir mér að tölta þarna upp.
Þarna erann Búdda.
Hof.
Inní hofi.
Ágætis hatta úrval.
Fleiri hattar og ég.
Hattur og ég.
Merry christmas.
Lagt af stað í ferðalag í snúrubíl
Stjörf af hræðslu en reyni að brosa í gegnum tárin. Vænn samferðamaður tók mynd.
Hangi á stúru yfir firði
Yfir fjöllunum. Búdda blasir við í fjarska.
Einhver svona búdda týpa. Hæsta fjall Hong Kong í baksýn. Ég er að velta því fyrir mér að tölta þarna upp.
Þarna erann Búdda.
Hof.
Inní hofi.
Ágætis hatta úrval.
Fleiri hattar og ég.
Hattur og ég.
Merry christmas.
Tuesday, December 01, 2009
Búin í bili bráðum bráðum alveg búin
Jessúss minn ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera drullustressuð undanfarið og hef ekki notið lífsins neitt sérstaklega. Maður þarf að hafa pínulítið fyrir því að klára mastersgráðu, þó að maður sé í Hong Kong. En nú er ég búin að senda skýrsluna frá mér og við tekur betri tíð með blóm í haga, pandabjörnum, risastórum búddalíkneskjum, jólagjafainnkaupum og göngu og strandferðum. Þetta var reyndar bara fyrsta kastið af skýrslunni en hún er svo djöfulli löng og leiðinleg að leiðbeinendurnir hljóta að taka sér nokkra daga í að fara yfir hana. Á meðan ætla ég að slaka og skoða. Svo er bara að vona að þeir séu komnir í góðan jóla gír og séu hressir og glaðir og til í að gefa mér bara sæmilega einkunn án þess að ég þurfi að breyta mjög miklu. En nú er ég búin að sitja við í aaallan dag og fram á nótt við skýrsluskrif og ætla heim að baða mig og fara svo kannski bara að sofa.
Monday, November 30, 2009
Peter
Ég á orðið uppáhalds kínverskan hérna rétt handan við hornið. Þetta er svona lókal búlla en óvenju snyrtileg og með hágæða gómsætan mat á góðu verði. Held ég gæti sátt borðað þarna á hverjum degi það sem eftir lifir Hong Kong dvalar. Eða bara það sem eftir lifir ef að út í það er farið. Þar sem ég sat þarna í hádeginu í gær, starði út í tómið og beið eftir nautakjötinu og hrísgrjónunum mínum kemur vestrænn maður inn á staðinn og er vísað til sætis við hliðina á mér. Ég sit steinþegjandi og held áfram að stara út í tómið. Maðurinn sat lengi vel og starði steinþegjandi út í tómið á meðan hann beið eftir rækjunum sínum. Svo gafst hann upp á þögninni og tóminu kynnti sig sem Peter og sagðist alltaf reyna að koma á þennan stað þegar hann er í Hong Kong. Í ljós kom að Peter er svona ljómandi skemmtilegur breskur flugmaður sem býr í Bretlandi og Frakklandi. Ef hann væri svona 20 árum yngri hefði ég trúlofast honum á staðnum og flutt í húsið hans í Frakklandi. Farið á dansnámskeið og enn eitt frönskunámskeiðið. Lært tennis og að tefla. Æft mig í franskri matargerð, skrifað bók, bækur og saumað og prjónað föt. Farið með kreditkortið hans Peters í verslunarferðir til Parísar og London. En nei nei 20 ár er 20 árum of mikið. Sorry Peter. Ég er á leiðinni í kuldan og kreppuna á Íslandi.
Saturday, November 28, 2009
Me and Bruce Lee
Ég er búin að afreka mikið síðustu vikuna. Hef reiknað og skrifað eins og vindurinn. Er alveg að verða búin. Með fyrstu lotu. Ætla að senda skýrsluna til leiðbeinandanna á mánudaginn. Fæ þetta svo trúlega til baka með breytingartillögum og gagnrýni. Vonandi þarf ég ekki að breyta miklu. En maður veit aldrei með þetta lið. Eins og er er mér nett sama um gæði og einkunn. Ég vil bara klára þetta helv.... Svo fór ég á stefnumót við styttuna af Bruce Lee. Lét að sjálfsögðu taka mynd af mér með kauða.
Það voru fleiri sem létu mynda sig með meistaranum.
Svo tók ég myndir af jólaljósunum. Hér skreyta þeir að sjálfsögðu með því að neonþekja heilu háhýsin með jólamyndum.
Það voru fleiri sem létu mynda sig með meistaranum.
Svo tók ég myndir af jólaljósunum. Hér skreyta þeir að sjálfsögðu með því að neonþekja heilu háhýsin með jólamyndum.
Saturday, November 21, 2009
Sjáum hvað setur
Ég fer frá Hong Kong eftir þrjár vikur. Þrjár vikur! Ég er búin að vera hér í fimm vikur. Sjiii. Lífið er búið að vera óþarflega hversdagslegt undanfarna viku. Skóli, borða, sjónvarp, sofa. Lægð. Það er líka búin að vera lægð yfir landinu og mjög kalt. Hitinn er búinn að fara niður í 12 gráður. Og ég get alveg sagt ykkur að það er skítakuldi þegar rakinn er hátt í 100%. Fólk hér er ekki vant svona kulda og ég ekki heldur. Ég er svei mér þá farin að kvíða kuldanum á skeri. Ég á eftir að frjósa í hel. En nú á hitinn að rjúka upp aftur og ég held að ég rjúki upp líka. Eins gott að reyna að njóta sín síðustu vikurnar hérna suðurfrá. Ég þarf reyndar að vera rosa dugleg að og klára skýrsluna mína. Ætla að einbeita mér 100% að henni í næstu viku og vita svo hvort ég get ekki slakað á skólavinnu síðustu dagana. Ég er búin að setja Víetnam/Tælands draumana á hold eins og er. Á of lítinn tíma og pening. Það er ekki gefins að fljúga frá Hong Kong. En ég ætla að sjá til. Kannski klára ég verkefnið á met tíma. Kannski dett ég niður á ódýrt flug. Kannski ákveður master card að vera örlátt. Sjáum hvað setur.
Sunday, November 15, 2009
Sunnudagur í Hong Kong
Það er skítaveður þennan sunnudag í Hong Kong. Rigning. Ég sit og bíð eftir síðasta Dim sum réttinum mínum. Ég er búin að fá rækju dumplings, gufusoðna svampköku og dumplings með svínakjöti Shanghai style. Skrítinn matur en góður. Fólk fær sér Dim Sum í hádeginu með teinu sínu. Og ég líka, loksins. Ég var alltaf eitthvað að vesenast með það hvar ég ætti að fá mér dim sum en rakst svo á bók í gær sem mælir með góðum veitingastöðum með góð verð. Þar var mælt með kantónskum stað beint á móti þar sem ég á heima! Þannig að núna sit ég í stórum sal á fjórðu hæð ásamt hundruðum kínverja. Allir að borða sunnudags dim sumið með fjölskyldunum sínum. Stemmning. Á eftir ætla ég að tylla mér á kaffihús og stimpla þessi orð í tölvuna. Athuga svo hvort ég finni flug til Víetnam eða Tælands á viðráðanlegu verði. Ég er allt í einu komin með þá flugu í höfuðið að fara til Tælands á matreiðslunámskeið í staðinn fyrir að fara til Víetnam. Ég er orðin nett obbsessed af asískum mat eftir þennan mánuð hér. Ég á stundum í erfiðleikum með að sofna af því ég er svo spennt yfir hvað skyldi vera í matinn hjá mér á morgun. Skyldi það verða japanskt ramen eða shushi, hainanese kjúklingur, tælenskt kurrí, víetnamskur lemongrass kjiklingur eða lókal núðlur. Skyldi ég skola kræsingunum niður með víetnömsku lime tei, mangósafa, kókosmjólk með rauðum baunum, grænu jasmine tei eða bara heitu vatni. Þetta er spennandi líf sem ég lifi!
Á föstudagskvöldið buðu systurnar Sally og Sandy mér upp á sushi í Tsim Sha Tsui. Við tókum The Star ferry yfir til Kowloon og borðuðum stórkostlegt sushi og rauðan hrísgrjónagraut með kókosmjólk, mangóbitum og mangóís í eftirmat. Stórkostlegur matur. Sandy systir Sally er Íslandsvinur mikill og er að plana sína aðra ferð til Íslands 2011. Hún var boðuð í útvarpsviðtal um daginn þegar það fréttist að McDonalds hefði gefist upp á Íslandi. Það þótti nokkuð fréttnæmt hér í borg þar sem McDonalds er með útibú á hverju götuhorni.
Nú er síðasti rétturinn loksins kominn. Illa útilítandi en ákaflega bragðgóð soðin svínarif í svartbaunasósu mmm.
Annars er merkilegt hvað fólk hérna veit mikið um Ísland. Eldri herramaður sem aðstoðaði mig í gleraugnabúðinni sagði að Ísland væri mjög frægt land. Félagi hans kom svo askvaðandi fram þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi og sagðist hafa ferðast um Ísland fyrir nokkrum árum. Félaginn var greinilega mjög heitur fyrir mér. Ég sá það og heyrði þrátt fyrir að hann væri með grímu fyrir vitunum. Hann var með mjög falleg brún augu sem sögðu allt sem segja þarf. Þeir félagarnir voru svo almennilegir að ég gat ekki annað en verslað við þá ný gleraugu. Ó já!
Í gær gekk ég frá háskólanum upp The Peak. Skemmtileg klukkutíma ganga upp skógi vaxnar hlíðar. Frá The Peak er stórkostlegt útsýni yfir Hong Kong Island (næst okkur á myndinni), Kowloon (hinu megin við Victoria Harbour) og The New Territories (byggð og græn svæði fyrir aftan Kowloon). Ég bý þarna hægra megin á myndinni einhversstaðar :)
Ég er sem sagt búin að afreka margt og mikið þessa helgi. Sigla yfir Victoria Harbor með The Star Ferry, fara upp The Peak og borða Dim sum.
Á föstudagskvöldið buðu systurnar Sally og Sandy mér upp á sushi í Tsim Sha Tsui. Við tókum The Star ferry yfir til Kowloon og borðuðum stórkostlegt sushi og rauðan hrísgrjónagraut með kókosmjólk, mangóbitum og mangóís í eftirmat. Stórkostlegur matur. Sandy systir Sally er Íslandsvinur mikill og er að plana sína aðra ferð til Íslands 2011. Hún var boðuð í útvarpsviðtal um daginn þegar það fréttist að McDonalds hefði gefist upp á Íslandi. Það þótti nokkuð fréttnæmt hér í borg þar sem McDonalds er með útibú á hverju götuhorni.
Nú er síðasti rétturinn loksins kominn. Illa útilítandi en ákaflega bragðgóð soðin svínarif í svartbaunasósu mmm.
Annars er merkilegt hvað fólk hérna veit mikið um Ísland. Eldri herramaður sem aðstoðaði mig í gleraugnabúðinni sagði að Ísland væri mjög frægt land. Félagi hans kom svo askvaðandi fram þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi og sagðist hafa ferðast um Ísland fyrir nokkrum árum. Félaginn var greinilega mjög heitur fyrir mér. Ég sá það og heyrði þrátt fyrir að hann væri með grímu fyrir vitunum. Hann var með mjög falleg brún augu sem sögðu allt sem segja þarf. Þeir félagarnir voru svo almennilegir að ég gat ekki annað en verslað við þá ný gleraugu. Ó já!
Í gær gekk ég frá háskólanum upp The Peak. Skemmtileg klukkutíma ganga upp skógi vaxnar hlíðar. Frá The Peak er stórkostlegt útsýni yfir Hong Kong Island (næst okkur á myndinni), Kowloon (hinu megin við Victoria Harbour) og The New Territories (byggð og græn svæði fyrir aftan Kowloon). Ég bý þarna hægra megin á myndinni einhversstaðar :)
Ég er sem sagt búin að afreka margt og mikið þessa helgi. Sigla yfir Victoria Harbor með The Star Ferry, fara upp The Peak og borða Dim sum.
Tuesday, November 10, 2009
Dagar 26 og 27
Skóladagar. Leiðinlegir skóladagar. Ég er að reyna að gera tölfræðina fyrir þessa blessuðu rannsókn. En sit föst. Ég fer út að hlaupa í garðinum. Finnst það mikið afrek. Ég ætla að drífa mig í sund í fyrramálið. Já ég skal.
Dagur 25 - Sunnudagur
Planið var að fara á ströndina í Repulse Bay eða Deep Water Bay. En svo er bara skýjað og þá nenni ég ekki á ströndina. Held því í kringluna. Vopnuð visakorti. Kaupi mér strigaskó og jakka! Gott hjá mér.
Dagur 24
Ég fór í gönguferð í Sai Kung með þremur stúlkum úr skólanum. Gaman að eyða laugardegi úti í náttúrunni með fólki. Geðveikt veður og fallegt svæði. Fiðrildin klikkuð. Ég dýrka öll þessi fiðrildi flögrandi um allt. Ég stoppaði stundum og gapti bara, þau voru svo mörg og svo stór og svo falleg og heillandi. Eftir gönguferðina fórum við og borðuðum Hong Kong mat. Núðlur með tómatsósu, Eggaldin með svínahakki, kjúkling og hrísgrjón. Góður og spennandi matur. Hér eru nokkrar myndir:
Á uppleið
Nýja vinkona mín
Fallegt
Ferðafélagarnir
Ég er aðeins stærri
Að koma frá Tsam Chuk Wan
Bananatré í blóma
Sally í Sai Kung þorpi
Fiskisalar
Viðskipti
Flottur
Á heimleið
Fiskisala í fullum gangi. Svo kom löggan og heilbrigðiseftirlitið og allir reknir í burtu.
Félagi
Á uppleið
Nýja vinkona mín
Fallegt
Ferðafélagarnir
Ég er aðeins stærri
Að koma frá Tsam Chuk Wan
Bananatré í blóma
Sally í Sai Kung þorpi
Fiskisalar
Viðskipti
Flottur
Á heimleið
Fiskisala í fullum gangi. Svo kom löggan og heilbrigðiseftirlitið og allir reknir í burtu.
Félagi
Subscribe to:
Posts (Atom)