Saturday, November 21, 2009
Sjáum hvað setur
Ég fer frá Hong Kong eftir þrjár vikur. Þrjár vikur! Ég er búin að vera hér í fimm vikur. Sjiii. Lífið er búið að vera óþarflega hversdagslegt undanfarna viku. Skóli, borða, sjónvarp, sofa. Lægð. Það er líka búin að vera lægð yfir landinu og mjög kalt. Hitinn er búinn að fara niður í 12 gráður. Og ég get alveg sagt ykkur að það er skítakuldi þegar rakinn er hátt í 100%. Fólk hér er ekki vant svona kulda og ég ekki heldur. Ég er svei mér þá farin að kvíða kuldanum á skeri. Ég á eftir að frjósa í hel. En nú á hitinn að rjúka upp aftur og ég held að ég rjúki upp líka. Eins gott að reyna að njóta sín síðustu vikurnar hérna suðurfrá. Ég þarf reyndar að vera rosa dugleg að og klára skýrsluna mína. Ætla að einbeita mér 100% að henni í næstu viku og vita svo hvort ég get ekki slakað á skólavinnu síðustu dagana. Ég er búin að setja Víetnam/Tælands draumana á hold eins og er. Á of lítinn tíma og pening. Það er ekki gefins að fljúga frá Hong Kong. En ég ætla að sjá til. Kannski klára ég verkefnið á met tíma. Kannski dett ég niður á ódýrt flug. Kannski ákveður master card að vera örlátt. Sjáum hvað setur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Passaðu að þú ´forskalist´ ekki Gunnhildur mín í kuldanum í Hong Kong.
Ótrúlegt hvað tíminn líður mín kæra.
Kung fu kveðjur frá Hollandi.
Gangi þér massa vel! Hlakka voða mikið til að hitta þig heima.
Gangi þér vel með skýrsluna, hlakka til að sjá þig og skoða myndir.
Ja eg passa mig Hrafnhildur min kung fu kung fu kung fu!
Oh eg hlakka lika massa mikid til ad hitta tig Fanney min. Vertu dugleg ad njota NY.
Eg hlakka lika orrugglega til ad sja tig hver sem tu ert anonymous.
Mér líst vel á "Kokkabók Gunnhildar" þar sem þú kennir Íslendingum að elda kínverskan mat, gæti orðið jólabók ársins 2010? Sjáumst vonandi á Íslandinu í desember!
ohh hvað er gaman að lesa bloggið þitt:) ég kem á matreiðslunámskeið til þín í vetur eða þá matarboð:Þ
Gangi þér vel í tölfræðinni..(gubb á ég að SPSS-a þetta fyrir þig)
Post a Comment