Friday, December 01, 2006

Ævintyri

það er ekki nóg með að ég sé mjög listhneigð týpa heldur er ég líka mjög ævintýragjörn. Til marks um það get ég sagt ykkur að gærkveldinu eyddi ég í Hafnarfirði og deginum í dag í Kópavogi. Þetta var hvorttveggja mjög hressandi upplifun. í Hafnarfirðinum leið mér mikið eins og út á landi og í Kópavogi eins og í útlöndum. Við Brynja stóðumst til dæmis ekki mátið að tilla (hér skítur upp kollinum gamalt og gott y vandamál) okkur á kaffihús í Kópavogi og fá okkur einn léttan eins og við höfum svo oft gert saman erlendis. Þetta verður nú held ég einn af hápunktum ársins vegna þess að þar sátu á næsta borði Sigga Beinteins og Grétar Örvars. Ég á því miður engar myndir úr Hafnarfirðinum en ég stóðst ekki mátið að reyna að ná myndum af Siggu og Grétari og af Jólalandinu.
Helginni ætla ég svo að eyða í Grafarvoginum. Ég er crazzzy!

Þarna sit ég með Siggu og Grétar í baksýn!


Þessi mynd er því til sönnunar (þetta er Sigga)


Brynja og Jólalandið


Ég og Jólalandið

Já og p.s. ég bið alla kalla afsökunar á líflátshótunum með kindabyssu. Ég er totally komin yfir þetta og hef nú þegar losað mig við byssuna.

2 comments:

Anonymous said...

Ég þakka fyrir góðan dag í Kópavoginum.

Anonymous said...

Shoot me... SHOOT ME PLEASE!!!! Meeeeeeee....