Thursday, December 21, 2006

Jolakort



Á jólunum er gleði og gaman, já já já. Þessvegna sendi ég hér út á alnetið þetta jólakort til ykkar mínir kæru vinir. Sumir eru mér kærari en aðrir og eiga þessvegna skilið sérstakar kveðjur. Hér koma þær:
Systur mínar kærar og allir ykkar fylgifiskar: Ég elska ykkur öll og hlakka til að hitta ykkur um jólin. Jónína: Hvar væri ég án þín, mín kæra. Brynja: Takk fyrir að vera til, ást. Linda mín: Það ættu allir að eiga eina sæta sænska nektarínu eins og þig að, þú fyllir líf mitt litum. Hrafnhildur: Ertu klikkuð að senda mér jólapakka! Ég bið kærlega að heilsa Thijs, Gling Gló, gullfiskinum, máginum og stórt faðmlag til þín. Gulla Sigga: Gleðileg jól í Kína, you crazy!!! Fanney mín fríð, Jói og Ýmir: Takk fyrir allt, krúttleg fjölskylda, ekki hægt að segja annað. Alda og co: gleðileg jól, stay cool og reynum nú að hittast kannski eitthvað á nýju ári. Hrefna og Hafsteinn: vúúú vúúú takk fyrir síðast og húrra fyrir ykkur nýgiftu hjón. Ása og Heiða Sól: Takk fyrir jólakortið, þið eruð sjúklega sætar báðar tvær. Ágústa, Matti og Kristín Þuríður: Þið eigið bjarta framtíð, ég bara veit það ;) Marian og Aggi: Þið lesið ekki þetta blogg, en samt, gleðileg jól, þið eruð sætir. Brynhildur AKA Bibba og stórfjölskylda: What can I say, sýnið okkur hinum hvernig á að gera þetta. Tinna og frændur mínir tveir: Takk fyrir heimboðið í sumar, kommentin og já for ceepin it real. Orri Páll og félagi: Þið eruð sjúklega sætir ;) Fríða og Heiðar: Jiih hvað ég hlakka til þrítugasta, held það verði brúðkaup ársins þó að þau séu búin að vera mörg og góð hingað til. Dísa: Vona að það fari vel um þig og þina á Baldursgötunni um jólin. Ella S: Ísafjörður um jólin, þaggi málið. Dr. Hanna: Til haminjgju með lífið, það brosir við þér. Birna og Kiddi: Joyeux noel, feliz navidad, merry christmas. Jóhanna Lilja: Takk fyrir jólakortið, þú ert yndi. Mæja og Nökkvi: Til hamingju með allt, óléttuna, íbúðina, jeppann osfrv. Óli minn: Þú átt allt það besta skili, bið að heilsa öllu frábæra ÍTR fólkinu. Solla. Takk fyrir typpaformin, I owe you bigtime. Hrólfur: Þú ert frábær. Sólrún: Takk fyrir frábært blogg og takk fyrir að bjóða mér í afmælið þitt. Kristín frænka: Boy oh boy er ég glöð eða er ég glöð að þú ert nú vinnufélagi minn. Gunni og Viðar: Takk fyrir afar hressandi viðkynningu á árinu, stay cool. Ragna: Vona að við hittumst eitthvað um jólin mín kæra. Ólöf: Vona að þú sért á lífi á Fiiji og eigir þar gleðileg jól. Þórólfur, Birta, Heiða, Anna, Eiki, Berglind: Þið rokkið. Hildur og Hildur: Sé þig Hildur 30. og þig Hildur well, next time youre in Iceland. Vinnufélgarnir: Þið eruð öll frábær en sumir samt frábærari en aðrir, Hulda er t.d. frábærust. Hanna Christel: Ef ég væri strákur væri ég skotin í þér ;) Brynjólfur AKA Kardínálinn: Megi guð blessa þig um jólin. Saga og Árni: Þið eruð krúttleg lítil fjölskylda, gaman að rifja upp kynnin á árinu. Ása Björk: Þú ert skemmtileg, ekki hætta að skilja eftir komment. Inga, Halldóra, Þrándur, Ella, Kata, Kristín, Ása, Bato, Linda, Borgfirðingar allir og bloggarar, Lena, Lóa, Ingibjörg og allir gamlir skólafélagar, vinnufélagar, djammfélgar og hjásvæfur gleðileg jól, faðmlög og kossar.
Ég gat ekki ákveðið hvora myndina ég ætti að hafa þannig að hér eru þær bara báðar.


Gleðirík jól allir saman í sleik (nei djók ég er hætt að nota þetta orð)

14 comments:

Anonymous said...

Gleðileg jól sömuleiðis sæta!

Anonymous said...

Gleðileg jól elsku Gunnhildur. Ég held að 2007 verði einmitt árið sem við komum til með að hittast alveg ótrúlega mikið. Þú átt alveg sérstakan stað í hjartanu á mér, enda ansi sérstök sjálf... ást og kossar

Anonymous said...

Takk fyrir krúttlega kveðju. Synd að fá samt ekki alvöru kort því a.m.k. tvö fyrri jólakort frá þér eru fastur liður í jólaskrauti heimilisins. Þú færð kort frá okkur í dag í Þorláksmessumiðbæjarstemmningunni.

Hrólfur S. said...

Takk fyrir kveðjuna og viðkynnin á árinu. Þú ert einstök Gunnhildur.

Anonymous said...

Tvöfaldur sleikur frá Guði til þín baby

Kardinálinn

Anonymous said...

Gunnhildur: takk fyrir svo, svo skemmtilegt blogg. Sjaumst i afmaelinu! Gledileg jol, ho ho ho!

Anonymous said...

ástarkveðjur og til hamingju með jólin.

Unknown said...

Almáttugur hvað ég var glöð að fá kveðju frá þér elsku Gunnhildur mín... Gleðileg jól og skilaðu kveðju til allra stuðboltanna í Eskipeskiholti.
Ása Björk

Anonymous said...

Elsku Gunnhildur! Takk æðislega fyrir jólakveðjuna, svo gaman að fá svona hressandi kveðju í svartasta skammdeginu...hehe...

Gleðileg jól til þín og þinna líka, hlakka til að sjá þig á nýju ári. Væri nú gaman að meika deit og gera eitthvað skemmtilegt, kaffihúsaspjall um lífið og tilveruna ;)

Kveðjur frá Ísafirðinum,
Ella S.

Anonymous said...

Og best af þeim öllum er hún sjálf.
Koddí partý til Orra á föstudag, brjálað stuð í boði. Hanna Ch. ratar. xxx

Anonymous said...

Gleðileg jól gæskan

Anonymous said...

Takk fyrir kveðjuna gæskan. Fín áramótasteik þarna hjá þér.

Elska þig líka
Sigrún

Anonymous said...

Takk fyrir jólakveðjuna Gunnhildur mín og takk sömuleiðis fyrir samveruna á árinu. Gleðiliega jólarest og farsælt komandi ár. Hlakka til að hitta og fylgjast með þér á nýju ári,
kveðja,
Saga

Anonymous said...

Takk fyrir jólakveðjuna elsku systir.
Ég ætla að borða tofu um áramótin, ekki kalkún ....það er á hreinu.