Monday, December 11, 2006

The real me

Ég er barn og barmgóð sveitastúlka, með stórt hjarta og göfug markmið í lífinu. Mín helstu áhugamál eru prjónaskapur, útivist, matreiðsla, að hlúa að þeim sem minna mega sín, lestur góðra bóka, hádramatísk þunglyndis tónlist og samvera með vinum og fjölskyldu. Ég er félagshyggjukona og fylgist með fréttum heima og að heiman, listum og menningu. Ég hef ferðast talsvert og er víðsýn og fordómalaus/lítil. Í framtíðinni langar mig að ættleiða barn og vinna sem sálfræðingur. Þetta vil ég minna lesendur mína á vegna þess að undanfarin blogg (og þetta meðtalið) virðast snúast að miklu leiti um saurlifnað og vitleysisgang. Þetta er ekki hin sanna ég. Eða allavegana ekki nema að hluta til.
Við gæsuðum semsagt Jakobínu AKA Fríða á laugardaginn. Við vorum með bleikt þema, fórum í dekur, hlustuðum á Justin Timberlake, Akon og Usher, borðuðum typpaköku og drukkum mikið af bleiku bubblí. Töluðum um stráka og brjóstastærðir. Þetta var ákaflega gaman og ég held að myndirnar segi meira en mörg orð.





Á næsta ári ætla ég bara að skrifa um stjórnmál, prjónaskap og matreiðslu. Ég ætla bara að birta myndir af börnum og frambjóðendum Samfylkingarinnar. Núna ætla ég að bæta inn tenglum frá fólki sem skrifar bara um þjóðmálin, alþjóðamálin, útivist og mataruppskriftir og ekkert rugl.

4 comments:

Anonymous said...

flott kaka. rosalega flott.

Anonymous said...

Ég kann nú ágætlega við djammarann Gunnhildi. Er ekki hægt að finna einhver milliveg í þessum umbótum..?

Anonymous said...

þú ert greinilega jafn efnileg í typpatertum sem brauðtertum gæskan

Anonymous said...

Já það er aldeilis góan mín. Mér finnst þú nú alltaf frábær og sé enga þörf á breytingum á blogginu. Status quo blífar!
Luvs & licks