Á svona dögum er fátt sem gleður einmana unga konu. Ég ligg lasin heima með stíflað nef og höfuðverk og hef áhyggjur af að komast ekki heim í sveitina yfir jólin vegna veðurofsa. Sambýliskonan neitar að fara á videoleiguna og ég borðaði hrökkbrauð í kvöldmatinn. Ég var gráti næst. Þegar ég fletti í gegnum Fréttablaðið og rakst á þetta: "Aftur á lausu. David Walliams úr Litla Bretlandi er þekktur fyrir að vera við marga konuna kenndur, nú síðast við fyrirsætuna Emily Scott. Því sambandi lauk þó þegar Scott flaug til Ástralíu til að heimsækja fjölskyldu sína. Eftir að hafa verið í burtu í nokkurn tíma fjaraði sambandið út og Walliams er því á lausu á ný." Nú get ég haldið gleðileg jól og hlakka til að byrja með honum Dabba mínum á nýja árinu (ég sætti mig alveg við takmarkaðann tíma með honum, já já). Jibbí jóh jibbí jeih!
Hver ætlar annars að gefa mér Little Britain DVD safnið í jólagjöf?
No comments:
Post a Comment