það er ekki nóg með að ég sé mjög listhneigð týpa heldur er ég líka mjög ævintýragjörn. Til marks um það get ég sagt ykkur að gærkveldinu eyddi ég í Hafnarfirði og deginum í dag í Kópavogi. Þetta var hvorttveggja mjög hressandi upplifun. í Hafnarfirðinum leið mér mikið eins og út á landi og í Kópavogi eins og í útlöndum. Við Brynja stóðumst til dæmis ekki mátið að tilla (hér skítur upp kollinum gamalt og gott y vandamál) okkur á kaffihús í Kópavogi og fá okkur einn léttan eins og við höfum svo oft gert saman erlendis. Þetta verður nú held ég einn af hápunktum ársins vegna þess að þar sátu á næsta borði Sigga Beinteins og Grétar Örvars. Ég á því miður engar myndir úr Hafnarfirðinum en ég stóðst ekki mátið að reyna að ná myndum af Siggu og Grétari og af Jólalandinu.
Helginni ætla ég svo að eyða í Grafarvoginum. Ég er crazzzy!

Þarna sit ég með Siggu og Grétar í baksýn!

Þessi mynd er því til sönnunar (þetta er Sigga)

Brynja og Jólalandið

Ég og Jólalandið
Já og p.s. ég bið alla kalla afsökunar á líflátshótunum með kindabyssu. Ég er totally komin yfir þetta og hef nú þegar losað mig við byssuna.
2 comments:
Ég þakka fyrir góðan dag í Kópavoginum.
Shoot me... SHOOT ME PLEASE!!!! Meeeeeeee....
Post a Comment