Úff! enn ein partýhelgin að baki. Og þvílíkt partý. Baldursgatan átti á tímapunkti mun meira skilt við skemmtistað en heimili. Ég var í marga marga klukkutíma að þrífa eftir herlegheitin. Mest sjokkerandi var eiginlega þvagið á baðherbergisgólfinu. Það ætti að setja það í lög að karlmenn settust á klósettið þegar áfengi er farið að renna í blóðinu á þeim. En ég get svo svarið fyrir það að viðbjóðurinn daginn eftir var tótallí vörðþ itt því þetta var besta partý sem haldið hefur verið. Og ég þakka sjálfri mér að sjálfsögðu fyrir því ég er frábær gestgjafi og ofursvalur DJ. Já það er gott að hafa sjálfstraustið í lagi. Annars hef ég smá áhyggjur af trúnóinu og ruglinu sem fór í gang þegar líða tók á morguninn. En jú jú ætli það hafi ekki verið kominn tími á að vinnufélagarnir kæmust að því hvað ég get verið klikkuð. Jamm og já. Og það eru spennandi tímar framundan, líður að jólum og áramótum. Þá kemur að jólakveðjum, játningum 2006, áramótaheitum og öðru skemmtilegu sentimental kjaftæði.
Ég hef smá áhyggjur af að einstæði faðirinn á móti sé dauður inn í íbúðinni. Þar hefur ekki sést hreyfing í margar vikur. Á efri hæðinni er hinsvegar nokkuð stöðugur gestagangur. Allir lifandi þar.
3 comments:
Það þarf nú ekki áfengi til að klósettið, gólfið og jafnvel veggirnir séu útataðir í hlandi
hver fattaði upp á því að karlmenn skuli pissa standandi...örugglega eitthver karl sem þarf aldrei að þrífa klósett
He, he, he. Ég stend í því að kenna einum 6 ára að miða vel. Í skólanum er þetta algjört vandamál, hland um öll klósett.
Post a Comment