Það hafa æði margir miklar áhyggjur af karlmannsleysi La bombe sexuelle og hef ég í gegnum tíðina fengið mörg misjöfn ráðin til að bæta úr þessu. Sem dæmi nefni ég boð um make over og að ég eigi bara að stara brjálæðislega í augun á mönnum á barnum. Það nýjasta er frá félaga mínum sem hélt nú að það væri lítið mál fyrir mig að finna mann fyrir jól svo að ég fengi mitt úr eða minn skartgrip um jólin eins og hinir. Það eina sem ég þyrfti að gera væri að halda partý og hafa opið hús. Mörg og misjöfn eru þau ráðin, já já.
Systur mínar og móðir eru á leið til Kaupmannahafnar. Ég ælta að vera heima og passa börnin og sinna unglingunum og baka og prjóna. Já mér hefur ekki bara verið líkt við Unni Birnu heldur líka móður Teresu.
Hér eru myndir frá síðustu Kaupmannahafnarferð fjölskyldunnar.
6 comments:
mikið eruð þið allar glæsilegar
ooooooo....það var svo gaman. Algjört æði. Við erum svolítið rauðvínsbláar á vörunum á síðustu myndinni en sætar samt!!
Ég er nú búin að eiga menn frá því ég var 16, þar af þann sama í að verða 14 ár. Ég hef aldrei fengið úr eða skartgrip. Ég fékk einu sinni peysu og svo fékk ég konfektkassa í 25 ára afmælisgjöf. (Hann kláraði hann reyndar sjálfur í einhverju sykurfallinu, en það er annað mál.) Einu sinni fékk ég borvél sem hann var rosaleg ánægður með, á konudaginn og jólin 2001 fékk ég geisladisk með búlgörskum þjóðlögum afhentan á jóladagsmorgun (gleymdist kvöldið áður...). Diskurinn ber nafnið "Alone at my wedding". Svo þú sérð að það er ekki endilega allt unnið í gjafamálunum þótt þú sért í slagtogi með manni. Nema minn sé gjafblindur? Það gæti verið.
Glæsilegur kvenleggurinn frá Eskiholti!!!!!!!!!!!!!!!
Jólakveðjur frá Hollandi.
Þið eruð ekkert smá glæsilegar gellurnar frá Eskiholti.
Knús
Inga
Þið eruð svooooooooooooo sætar.
Post a Comment