Wednesday, September 27, 2006

KAFFI, popp, kok.

Líkaminn æpir á ristað brauð með osti og sultu, sætan ávaxtasafa og KAFFI! En það sem hann fær í síðbúinn morgunverð er berjaprótínsjeik. Hann er að vísu mjög ljúffengur en jesúss hvað væri gott að fá eins og eina brauðsneið með og skella smá kaffi útí hann.
Já já jú jú nú snýst allt um detoxið og ég vara fólk við því að reyna að tala um eitthvað annað við mig. Ekkert djamm og djús, utanlandsferða, barneigna, íbúðarkaupa, vinnu, skóla, líkamsræktar, út að borða, tónleika, brúðkaups kjaftæði. Bara detox, detox, detox kjaftæði. Reyndar kemur umræða um stráka sterk inn þessa dagana eftir nánast algjört áhugaleysi hjá mér í þeim málum síðustu misserin. Það liggur eitthvað í loftinu, kannski það sé bara önnur kvikmyndahátíð sem veldur þessum fiðrildum í maganum á mér. En ó mæ lord ekkert popp og kók í bíó, will I make that?

Muaaaaaahhhh!

6 comments:

Anonymous said...

Þú tekur bara með þér söl og grænt te í flösku í bíó á meðan við hinir aumingjarnir borðum popp og kók.

Hölt og hálfblind said...

Góð hugmynd ;)

Anonymous said...

Ýmir segir nú í sífellu: "Gunnhildur gefa mat". Mikil matarást í gangi og greinilegt að sumir kunna að meta detox-kúrinn. Gott ef við erum ekki bæði mun hressari.

Hrólfur S. said...

takk fyrir mig!

Anonymous said...

Ég öfunda þig og dái í senn. Ég reyndi þetta er hvellsprakk á limminu. Segðu mér hvernig í ósköpunum þú ferð að þessu...!?

Hölt og hálfblind said...

Verðykkuraðgóðu, Ýmir, Fanney og Hrólfur.
Og, Tinna, trixið er sko að gera þetta að sínu helsta áhugamáli. Nú finnst mér ekkert skemmtilegra en að hanga í Yggdrasil og lesa innihaldslýsingar á heilsuvörunum þar, sem ég má að vísu fæstar borða. Svo er ég bara meira og minna í eldhúsinu að saxa engifer og hvítlauk. Svo er líka sniðugt að draga einhvern með sér í þessa vitleysu. Sambýliskonan mín er memm og líka tveir kallar í vinnunni.
Sem sagt hafa gaman af þessu ;)