Hrólfur hittir ávallt naglan á höfuðið. Það er nefninlega svo að þó að ég eigi engan lúða til að drösla með mér á kvikmyndahátíð, eigi fáa peninga og bloggandinn sé ekki alltaf til staðar þá er ég ákaflega rík kona. (og já takið eftir því að ég nota orðið kona um sjálfið. Ég komst nefninlega að því að ég eyði meiri tíma heima hjá mér við að þrífa og elda en á börum bæjarins og meiri peningum í blómabúðum en geisladiskabúðum, ég hlýt því að vera orðin kona en ekki lengur bara stelpa!). Ég bý yfir andlegu ríkidæmi sem ekki verður svo auðveldlega frá mér tekið, ég er lífsgröð og er með eindæmum rík af vinum og fjölskyldu. Og fyrir utan allt svona andlegt ríkidæmiskjaftæði þá er ég líka rík af ......da da ra SKÓM. Þetta er nýjasta parið:
fallegt
4 comments:
Þú ert líka falleg. Falleg kona.
Falleg, karlmannslaus og andlega efnuð vel skædd kona. Hver þarf karl ef maður á anda og skó?
Stövlerne er meget smukke, ligner ogsa sin ejer!
Ertu lífsgröð og með eindæmum rík af vinum og fjölskyldu?
Freudian slip?
fíddfíú flottir skór, þú ert glæsileg í þessum.
Post a Comment