I'm slowly becoming a person I really don't know or understand. Týpan sem stundar jóga og borðar ekki hitt og þetta. Speltpasta og grænt te og nei takk ég borða ekki nammi, týpan. Ætla á afeitrunarkúr og er búin að skrá mig í jóga. Ætli ég hætti ekki bara að drekka og snyrtivörurnar, blúndunærbuxurnar og brjóstahaldarinn fara trúlega að fjúka fljótlega. Nei andskotinn hafi það, svo langt geng ég ekki. Skírlífið ætla ég þó að sjálfsögðu að halda. Það er partur af prógramminu!!! Já já og svo er ég komin með nýtt lúkk. Er nú týpan með sítt að aftan, síðara vinstra megin, með skakkan topp og litað rautt hár, í háhæluðum stígvélum týpan. Geðveikt flippuð 101 skvísa, ekkert svo lík Unni Birnu með þetta lúkk. En við Unnur erum samt meira líkar í anda en útliti sko.
7 comments:
Ný mynd af þér? Hvað ertu að gera með kórónu?
þú ert fyndinn, herra Von Essling
mér finnst þú nú meira ekta
Alveg sammála.
Mer finnst thid badar ekta og flottar. Fila Unni Birnu og thig ad sjalfsogdu..i botn! Hlakka til ad sja nyja flipp lukkid thitt thegar eg kem a klakann! Hljomar vel. Og ja by they way, thu tharft ekkert ad henda blundunaerfotunum tho thu afeitrist og stundir yoga...eg kys ad halda kynthokka minum tho eg se thessi 'holla' typa...enda engin astaeda til annars!! Madur litur lika svo helv... vel ut eftir alla afeitrunina og yogad...hahaha..
kv. fra Dublin,
Elin.
Úff, hélt um stund að þú værir farin að blogga alfarið á ensku! Going international væri of mikil breyting í bili, allt hitt er nóg.
Vá ég hlakka til að sjá nýja lúkkið.
Post a Comment