Á morgun er fyrsti dagur í upphitun fyrir afeitrun. Í upphituninni felst að ég má ekki má borða eða drekka sykur, hveiti, ger, mjólkurvörur, kaffi, hverskyns djönkfæði né áfengi. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig detoxið sjálft er!!! en þá má ég beisikklí ekki borða neitt nema gufusoðið grænmeti og drekka með því sítrónuvatn eða grænt te. Þetta prógramm stendur einungis í 12 vikur!!! Um helgina er ég búin að borða súkkulaði og pizzur í hvert mál og drekka með því bjór og vín. Ég var núna að enda við að torga heilli Eldsmiðjupizzu með umþaðbil öllum áleggstegundum sem hægt er að hugsa sér og skola henni niður með dýrindis stellu. Uhmmm gott en ég borga fyrir það með óléttubumbu, magaverkjum og (strákar takið fyrir bæði augu og eyru) prumpi. Þetta verður athyglisvert, ég segi ekki annað. Allavegana goodbye miss pregnant lady.
2 comments:
Þetta færi þér nú ótrúlega vel.
hvernig gengur ljúfust? er nokkuð liðið yfir þig?
Post a Comment