Ég er dauðhrædd um að tapa lesendum mínum öllum út í veður og vond blogg nú þegar ég skrifa bara um detox. Það vil ég alls ekki að gerist. Ég vil frekar að fólk lesi gæðablogg meðan þetta tímabil stendur yfir. Því vil ég benda lesendum mínum á bloggtengla hér á síðunni. Margt athyglisvert þar að lesa.
5 dagar án sykurs, kaffi eða brauðs, ekkert mál.
Lifið heil
5 comments:
Mín kæra, ég styð þig i detoxinu! Þú stendur þig eins og hetja :)Ertu í jurtate drykkju líka?
Kv. Elín írska.
frábært hjá þér! ég skal koma með þér í yggdrasil að lesa innihaldslýsingar. ég er með margra ára æfingu ... en ég get ekki hætt að drekka kaffi.
Takk fyrir stuðninginn. Innihaldslýsingar og jurtate skal það vera :)
við munum styðja þig og halda áfram að lesa þangað til mr. you know who is dauður
en hvernig líður þér á þessu fæði. Finnurðu eitthverjar breytingar.
Frábært að lifa sig svona inn í þetta af heilum hug.
Post a Comment