Wednesday, December 30, 2009
Sunday, December 20, 2009
Wednesday, December 09, 2009
Ohh jæja!
Ég var að tala við leiðbeinandann minn í Amsterdam. Þeir eru ánægðir með mig en vilja samt að ég geri meiri tölfræði og bæti við og breyti og bla bla. Ég mun því eyða síðustu dögunum í Hong Kong við tölvuna í skólanum og trúlega einhverjum dögum heima á Íslandi. Oh jæja það gengur svo og við þessu að búast. Á sunnudagsmorguninn held ég heim á leið. Stoppa í London í tvo daga og verð svo á skeri á þriðjudagskvöld. Lifið heil.
Monday, December 07, 2009
Dagur 55 - Á sjéns í Tai O
Ég fór ti þorpsins Tai O á Lantau eyju. Þorpið er lítið sjávarpláss þar sem mest lítið hefur breyst í aldanna rás. Húsin eru byggð á súlum í vatninu, þar eru engir bílar og gamalt fólk með kínahatta mælir göturnar. Það varð að vísu stórbruni þarna um árið og stór hluti húsanna brann. En þau voru reist aftur í vatninu en úr áli að þessu sinni. Ég labbaði lengi um þorpið þvert og endilangt og tók myndir. Ég hitti rosa skemmtilegan gamlan kall sem ég spjallaði lengi við. Hann sýndi mér myndir og hafði mikinn áhuga á lífi mínu á Íslandi og í Amsterdam. Þegar ég var farin að huga að heimferð fer annar maður að spjalla við mig. Sá var öllu yngri og reffilegri. Hann kynnti sig sem Pin Kee. Hann vildi endilega fylgja mér út að strætóstoppistöðinni og segja mér meira um þorpið. Við spjölluðum mikið og hann sagði mér að hann ynni við að gæda túrista um svæðið. Hann sagðist enn vera einhleypur en að hann byggi með öldruðum foreldrum sínum. Þegar líða fór að því að strætóinn kæmi sagði Pinky að þetta væri það sem kallað væri a romantic encounter og að hann vonaðist til þess að hitta einn daginn góða stúlku eins og mig. Það fór þá ekki svo að ég lenti ekki á sjéns í Hong Kong. Myndir:
Kærastinn minn
Reynt að halda öndunum góðum
Í bænahúsi
Álkofi
Þurrkaður fiskur og rækjumauk
Konur selja fisk og ræða málin
Traustar undirstöður
Þorpið
Farartæki
Kærastinn minn
Reynt að halda öndunum góðum
Í bænahúsi
Álkofi
Þurrkaður fiskur og rækjumauk
Konur selja fisk og ræða málin
Traustar undirstöður
Þorpið
Farartæki
Sunday, December 06, 2009
Dagur 54
Ég borða sunnudags Dim sumið mitt. Sit enn með hundruðum kínverja í risastórum sal. Það er einhver hátíðleg stemmning í loftinu. Salurinn svo fallega bleikur og rauður og það er búið að skreyta hann með blöðrum. Ég ímynda mér að ef ég ætlaði að eyða jólunum hér þá myndi ég borða hér á aðfangadagskvöld. Eða í hádeginu á jóladag. Ég panta mér fimm rétti og borga einhvern þúsunda kall fyrir. Það er afsláttur eftir klukkan tvö. Svo fer ég á kaffihúsið mitt sötra latte og hangi. Í kvöld ætla ég að kaupa mér kók og snakk og horfa á Simpson myndina sem er í sjónvarpinu. Ég er mjög spennt.
Dagur 53
Ég vakna með sting í auganu. Uppgefin eftir allt adrenalín flæðið í gær. Tek því rólega fram eftir degi. Held svo út í hverfið mitt að versla. Jólagjafir handa mér og fólkinu mínu. Ég kaupi mér skó og kjól. Ég er búin að eyða ótrúlega miklum tíma á mörkuðum og í búðum og verslunarmiðstöðvum hér. When in Rome do as the Romans do. Ég er búin að setja mér áramótaheit. Ekki versla. Ekki fara í kringluna. Enda verður trúlega búið að loka kreditkortinu mínu fljótlega.
Mig er búið að langa lengi í hring sem ég get alltaf verið með. Einhvern svona hversdags, kúl, sem er ég. Loksins fann ég hann:
Þetta er mjög algengt þema í skartgripum hér. Ég hef séð marga hringa með þessu munstri, eyrnalokka, hárspennur og hálsmen. Þetta munstur og svo munstur eins og bandaríski fáninn. Merkilegt.
Mig er búið að langa lengi í hring sem ég get alltaf verið með. Einhvern svona hversdags, kúl, sem er ég. Loksins fann ég hann:
Þetta er mjög algengt þema í skartgripum hér. Ég hef séð marga hringa með þessu munstri, eyrnalokka, hárspennur og hálsmen. Þetta munstur og svo munstur eins og bandaríski fáninn. Merkilegt.
Dagur 52
Ég sprett upp klukkan átta. Undir venjulegum kringumstæðum er þetta langur og sársaukafullur prósess hjá mér. Að vakna. En þetta eru engar venjulegar kringumstæður. Ég á stefnumót við risa pandabirni í dag. Ég er mega spennt. Ég hef aldrei áður séð pandabjörn og þetta gæti verið mitt eina tækifæri í lífinu til að sjá svona skepnu læf. Ég er mætt í dýra/skemmtigarðinn rétt eftir opnun klukkan hálf tíu. Strunsa beint að heimili bjarnanna. Einhver sagði mér að best væri að vera mættur snemma til að sjá þá up close and personal. Þegar þeir borða morgunmatinn sinn. Annars sofa þeir víst mikið yfir daginn og eru ekkert að sýna sig. Ég verð ekki fyrir vonbrigðum. Ein dúllan situr beint fyrir framan mig og gæðir sér á bambus. Svo kemur önnur, Jia Jia. Þrjátíu og eins árs pía, feit og fín. Ég hangi lengi með pöndunum. En svo verð ég svöng og kaffiþyrst og langar út í sólina að leika mér. Ég fæ mér kaffi og möffins og held svo af stað að skoða furðufiska og fleiri exótísk dýr. Ég ákveð að skella mér í parísarhjólið. Sjiii hvað ég er lofthrædd. En gaman. Ég fer í annað tæki. Og annað. Og annað. Og hlæ. Og hlæ. Og úr því að ég er byrjuð þá fer ég líka í rússíbanann. Námu lestina. Skröltandi lítil lest máluð ryðrauð til að auka áhrif. Áður en lestin lagði af stað hugsaði ég í alvörunni um að ég hefði nú átt að hringja í mömmu svona í síðasta sinn og að hver myndi nú erfa mig. Eða öllu heldur hver myndi lenda í því að borga skuldirnar mínar og ganga í skónum mínum. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Eftir rússíbanann horfi ég á höfrunga og sæljón leika listir sínar og enda svo daginn á að fara í annan snúrubíl með stórkostlegu útsýni. Á þessum tímapunkti var lofthræðslan í lágmarki. Ég var búin að sjokkera hana úr mér allri. Mikið er gaman að leika sér. Eins og barn. Myndir:
Dúlla að borða bambus í morgunmat. Þeir nota framloppurnar eins og hendur. Eru með fimm klær og svo auka þumal sem auðveldar þeim að halda á matnum sínum.
Dúlla að fá sér vatn.
Þetta er Jia Jia. Hún er fædd 1978 og er því 31 árs. Hæð: 151 cm. Þyngd: 80-85 kíló. Persónuleiki: Róleg og skapgóð. Miklir og góðir móðureiginleikar.
Þetta er Gunnhildur. Hún er fædd 1977 og er því 32 ára. Hæð: 180 cm. Þyngd: Ekki vitað en trúlega einhversstaðar á milli 65 og 75 kíló. Persónuleiki: Oftast ljúf og góð en á til að vera nokkuð tryllt og týnd í lífinu. Yfir meðal greind. Þykir ekki henta til undaneldis en hugsar um afkvæmi annarra líkt og væru þau hennar eigin.
Gott kaffi og fallegt útsýni. Það glittir í snúrubílinn þarna í hlíðinni í gegnum mengunar móðuna.
Skíthrædd í parísarhjólinu. Ég er svo ánægð með nýju gleraugun að ég bara tek og tek myndir af sjálfi mér.
Dúlla að borða bambus í morgunmat. Þeir nota framloppurnar eins og hendur. Eru með fimm klær og svo auka þumal sem auðveldar þeim að halda á matnum sínum.
Dúlla að fá sér vatn.
Þetta er Jia Jia. Hún er fædd 1978 og er því 31 árs. Hæð: 151 cm. Þyngd: 80-85 kíló. Persónuleiki: Róleg og skapgóð. Miklir og góðir móðureiginleikar.
Þetta er Gunnhildur. Hún er fædd 1977 og er því 32 ára. Hæð: 180 cm. Þyngd: Ekki vitað en trúlega einhversstaðar á milli 65 og 75 kíló. Persónuleiki: Oftast ljúf og góð en á til að vera nokkuð tryllt og týnd í lífinu. Yfir meðal greind. Þykir ekki henta til undaneldis en hugsar um afkvæmi annarra líkt og væru þau hennar eigin.
Gott kaffi og fallegt útsýni. Það glittir í snúrubílinn þarna í hlíðinni í gegnum mengunar móðuna.
Skíthrædd í parísarhjólinu. Ég er svo ánægð með nýju gleraugun að ég bara tek og tek myndir af sjálfi mér.
Dagur 51
Það er gaman að vera búin með verkefnið. það er gaman að vera túristi. Í dag fór ég til Lamma og skoðaði stærsta brons Búdda líkneski sem er útivið. Já takið eftir að ég segi brons og útivið. Það eru víst til miklu stærri líkneski en þetta er úr bronsi og úti. Og bara nokkuð gaman að sjá. Eitt af því sem maður gerir sem túristi í Hong Kong. Tekur snúru bíl (cable car) upp í hæðirnar á Lamma eyju og myndar Búdda. Snúru bíllinn er brjálaður. 30 mínútna ferðalag á snúru upp yfir sjó og fjöllum. Mikið ævintýri fyrir lofthræddar kellingar eins og mig. Myndir:
Lagt af stað í ferðalag í snúrubíl
Stjörf af hræðslu en reyni að brosa í gegnum tárin. Vænn samferðamaður tók mynd.
Hangi á stúru yfir firði
Yfir fjöllunum. Búdda blasir við í fjarska.
Einhver svona búdda týpa. Hæsta fjall Hong Kong í baksýn. Ég er að velta því fyrir mér að tölta þarna upp.
Þarna erann Búdda.
Hof.
Inní hofi.
Ágætis hatta úrval.
Fleiri hattar og ég.
Hattur og ég.
Merry christmas.
Lagt af stað í ferðalag í snúrubíl
Stjörf af hræðslu en reyni að brosa í gegnum tárin. Vænn samferðamaður tók mynd.
Hangi á stúru yfir firði
Yfir fjöllunum. Búdda blasir við í fjarska.
Einhver svona búdda týpa. Hæsta fjall Hong Kong í baksýn. Ég er að velta því fyrir mér að tölta þarna upp.
Þarna erann Búdda.
Hof.
Inní hofi.
Ágætis hatta úrval.
Fleiri hattar og ég.
Hattur og ég.
Merry christmas.
Tuesday, December 01, 2009
Búin í bili bráðum bráðum alveg búin
Jessúss minn ég verð að viðurkenna að ég er búin að vera drullustressuð undanfarið og hef ekki notið lífsins neitt sérstaklega. Maður þarf að hafa pínulítið fyrir því að klára mastersgráðu, þó að maður sé í Hong Kong. En nú er ég búin að senda skýrsluna frá mér og við tekur betri tíð með blóm í haga, pandabjörnum, risastórum búddalíkneskjum, jólagjafainnkaupum og göngu og strandferðum. Þetta var reyndar bara fyrsta kastið af skýrslunni en hún er svo djöfulli löng og leiðinleg að leiðbeinendurnir hljóta að taka sér nokkra daga í að fara yfir hana. Á meðan ætla ég að slaka og skoða. Svo er bara að vona að þeir séu komnir í góðan jóla gír og séu hressir og glaðir og til í að gefa mér bara sæmilega einkunn án þess að ég þurfi að breyta mjög miklu. En nú er ég búin að sitja við í aaallan dag og fram á nótt við skýrsluskrif og ætla heim að baða mig og fara svo kannski bara að sofa.
Subscribe to:
Posts (Atom)