Sunday, November 15, 2009

Sunnudagur í Hong Kong

Það er skítaveður þennan sunnudag í Hong Kong. Rigning. Ég sit og bíð eftir síðasta Dim sum réttinum mínum. Ég er búin að fá rækju dumplings, gufusoðna svampköku og dumplings með svínakjöti Shanghai style. Skrítinn matur en góður. Fólk fær sér Dim Sum í hádeginu með teinu sínu. Og ég líka, loksins. Ég var alltaf eitthvað að vesenast með það hvar ég ætti að fá mér dim sum en rakst svo á bók í gær sem mælir með góðum veitingastöðum með góð verð. Þar var mælt með kantónskum stað beint á móti þar sem ég á heima! Þannig að núna sit ég í stórum sal á fjórðu hæð ásamt hundruðum kínverja. Allir að borða sunnudags dim sumið með fjölskyldunum sínum. Stemmning. Á eftir ætla ég að tylla mér á kaffihús og stimpla þessi orð í tölvuna. Athuga svo hvort ég finni flug til Víetnam eða Tælands á viðráðanlegu verði. Ég er allt í einu komin með þá flugu í höfuðið að fara til Tælands á matreiðslunámskeið í staðinn fyrir að fara til Víetnam. Ég er orðin nett obbsessed af asískum mat eftir þennan mánuð hér. Ég á stundum í erfiðleikum með að sofna af því ég er svo spennt yfir hvað skyldi vera í matinn hjá mér á morgun. Skyldi það verða japanskt ramen eða shushi, hainanese kjúklingur, tælenskt kurrí, víetnamskur lemongrass kjiklingur eða lókal núðlur. Skyldi ég skola kræsingunum niður með víetnömsku lime tei, mangósafa, kókosmjólk með rauðum baunum, grænu jasmine tei eða bara heitu vatni. Þetta er spennandi líf sem ég lifi!
Á föstudagskvöldið buðu systurnar Sally og Sandy mér upp á sushi í Tsim Sha Tsui. Við tókum The Star ferry yfir til Kowloon og borðuðum stórkostlegt sushi og rauðan hrísgrjónagraut með kókosmjólk, mangóbitum og mangóís í eftirmat. Stórkostlegur matur. Sandy systir Sally er Íslandsvinur mikill og er að plana sína aðra ferð til Íslands 2011. Hún var boðuð í útvarpsviðtal um daginn þegar það fréttist að McDonalds hefði gefist upp á Íslandi. Það þótti nokkuð fréttnæmt hér í borg þar sem McDonalds er með útibú á hverju götuhorni.
Nú er síðasti rétturinn loksins kominn. Illa útilítandi en ákaflega bragðgóð soðin svínarif í svartbaunasósu mmm.
Annars er merkilegt hvað fólk hérna veit mikið um Ísland. Eldri herramaður sem aðstoðaði mig í gleraugnabúðinni sagði að Ísland væri mjög frægt land. Félagi hans kom svo askvaðandi fram þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi og sagðist hafa ferðast um Ísland fyrir nokkrum árum. Félaginn var greinilega mjög heitur fyrir mér. Ég sá það og heyrði þrátt fyrir að hann væri með grímu fyrir vitunum. Hann var með mjög falleg brún augu sem sögðu allt sem segja þarf. Þeir félagarnir voru svo almennilegir að ég gat ekki annað en verslað við þá ný gleraugu. Ó já!
Í gær gekk ég frá háskólanum upp The Peak. Skemmtileg klukkutíma ganga upp skógi vaxnar hlíðar. Frá The Peak er stórkostlegt útsýni yfir Hong Kong Island (næst okkur á myndinni), Kowloon (hinu megin við Victoria Harbour) og The New Territories (byggð og græn svæði fyrir aftan Kowloon). Ég bý þarna hægra megin á myndinni einhversstaðar :)

Ég er sem sagt búin að afreka margt og mikið þessa helgi. Sigla yfir Victoria Harbor með The Star Ferry, fara upp The Peak og borða Dim sum.

4 comments:

Unknown said...

Næs helgi! Ég mæli með Víetnam frekar en Tælandi, punktur.

Unknown said...

Matarlýsingarnar hljoma storkostlega, mikid gott i Hong Kong.

Heyrðu og hvad er med Kung Fu? Ertu byrjuð? Gunnhildur Lee?

Sigrún sys said...

hvaða rugl er maður eiginlega alltaf að borða hérna? maturinn manns verður voðalega einsleitur og ófrumlegur þegar maður heyrir þetta allt. Já getur þú ekki farið á matreiðslunámskeið og lært að gera eitthvað af þessu og kaupa slatta af kryddum og svona áður en þú kemur heim :)

Anonymous said...

Vá, æðislegar lýsingar, maður verður svangur af því að lesa þetta. Munnvatnið drýpur yfir tölvuna. Ég hef nettan áhuga á mat líka og mæli með matreiðslunámskeiði í Tælandi og að við fjölskuldan njótum svo góðs af.hihi
kv Áshildur