Tuesday, November 10, 2009

Dagur 24

Ég fór í gönguferð í Sai Kung með þremur stúlkum úr skólanum. Gaman að eyða laugardegi úti í náttúrunni með fólki. Geðveikt veður og fallegt svæði. Fiðrildin klikkuð. Ég dýrka öll þessi fiðrildi flögrandi um allt. Ég stoppaði stundum og gapti bara, þau voru svo mörg og svo stór og svo falleg og heillandi. Eftir gönguferðina fórum við og borðuðum Hong Kong mat. Núðlur með tómatsósu, Eggaldin með svínahakki, kjúkling og hrísgrjón. Góður og spennandi matur. Hér eru nokkrar myndir:


Á uppleið



Nýja vinkona mín



Fallegt



Ferðafélagarnir



Ég er aðeins stærri



Að koma frá Tsam Chuk Wan



Bananatré í blóma



Sally í Sai Kung þorpi



Fiskisalar



Viðskipti



Flottur



Á heimleið



Fiskisala í fullum gangi. Svo kom löggan og heilbrigðiseftirlitið og allir reknir í burtu.



Félagi

4 comments:

brynja said...

mmm... fallegt!

Anonymous said...

Hvað er þetta eiginlega? Lítur út eins og laxveiðifluga í yfirstærð.
kv Áshildur

Sigrún sys said...

Juminn eini hvað þetta er allt spennandi og fallegt, lirfurnar og fiðrildin, fisksalinn og nýju vinkonurnar og allt saman. mamamama bara áttar sig ekki á þessu.. að þú sért að upplifa þetta allt saman.

Hölt og hálfblind said...

Ja tetta er fallegt og fint. Verst ad geta ekki tekid myndir af ollum fidrildunum. Tau fljuga bara of mikid og hratt til ad haegt se ad mynda tau.
Eg veit ekki hvad tetta er, einhver ormur marfaetlu lirfa :)