Tuesday, September 01, 2009

Farewell Amsterdam

Ég lét verða af því. Ég keypti mér miða til Hong Kong. Loksins. Ég flýg í gegnum Helsinki af öllum stöðum. Þrettánda október. Flýg til London þrettánda desember og svo þarf ég að koma mér til Íslands frá London fyrir jólin. Fram að brottför þarf ég að vinna og sinna skólanum. Ég ætla líka að reyna að sinna vinum mínum hér og borginni. Því ég er víst að flytja frá Amsterdam.

4 comments:

Hrefna said...

Spennó! Gangi þér vel mín kæra. Svo kemurðu í heimsókn um jólin og segir okkur allt um Hong Kong.

Unknown said...

Wow, end of an era in Amsterdam! Til hamingju með flugmiðann! Hong Kong er örugglega álíka hipp og kúl og 2004 og ég skal veðja að þú munir kaupa a.m.k. fimm skópör.

Mæja said...

Gaman, gaman :)

Dísa said...

Hlakka til að fá þig heim fyrir jólin. Knús