Ég starfa nú ekki lengur sem bréfberi. Stakk síðasta bréfi inn um lúgu klukkan 15.50 í dag. Tíu mínútum síðar hjólaði ég kát og reif í burtu frá höfuðstöðvum TNTpost í austurhluta Amsterdam. Komið gott. Næsta mánuðinn ætla ég einungis að smyrja brauðbollur mér til viðurværis. Sinna náminu mínu líka. Haustið er að detta inn. Eða þannig. Það var hvasst í dag og allt í einu þeyttust gulnuð lauf um götur. En ég kvarta ekki. Veðrið ku víst vera indælt í Hong Kong á haustin.
No comments:
Post a Comment