Sunday, September 27, 2009

Tímamót

Í dag var síðasti dagurinn minn sem smurbrauðsdama í Amsterdam. Það var með nokkrum trega sem ég kvaddi þennan vinnustað minn til þriggja mánaða. Gott fólk og góður andinn. Góður bjórinn. Fallegur staður á besta stað. Voðalega mikið Amsterdam. Æh og svo er það bara svo erfitt fyrir strákana að sjá á eftir mér. Lífið er stundum ekki sanngjarnt. Framundan eru miklar breytingar. Ég flyt út úr íbúðinni eftir 2 daga. Þarf að pakka lífi mínu undanfarin tvö ár í kassa og koma fyrir í geymslu. Það verður erfitt. Hvaða skó á ég að taka með mér til Hong Kong. Djísúss. Á miðvikudaginn ætla ég að fara til Kölnar og gerast grúppía hjá Gus Gus í 3 daga. Köln Berlín Amsterdam. Svo ætlar Linda að verða eftir hjá mér í 3 daga. Vika í skólanum og svo Hong Kong. Þetta:


Baaaaah ég fæ aðeins í magann!

8 comments:

Brynja said...

Fanney said...

Njóttu, njóttu.

Kristján said...

Ég er fertugur.

Hölt og hálfblind said...

Já.

Kristján said...

Ég frétti gegnum sameiginlegan kunningja að þú værir ekki allskostar frísk og þykir mér það leiðinlegt. Svona falleg kona að standa í stórræðum og lasin... Ég trúi því jafnframt að þú takir þetta með trompi, þú ert með svo góð gen ! Góða ferð og haltu áfram að sigra heiminn !

Anonymous said...

Go girl. Ég hlakka til að lesa af ævintýrum þínum í Hong Kong.
Njóttu
luv Fríða

Anonymous said...

Ástar- og velfarnaðarkveðjur frá Öldunni

Unknown said...

Góða ferð og góða skemmtun - ekkert smá spennandi ferðalag framundan