Tuesday, September 15, 2009
Allt að gerast á lokasprettinum
Nei ég sit ekki við skriftir á interneti mér og þér til yndisauka þessa dagana. Það er nóg að gera. Minna en mánuður í brottför. Ég held áfram að smyrja og er auk þess að undirbúa rannsókn og Asíuför, passa líka stundum börn. Fer í partý og hitti fólk. Ég borða á hlaupum en sest niður til að drekka bjórinn minn. Strákarnir eru að tryllast yfir mér á lokasprettinum. Bjóðandi mér í bíó og biðjandi um kjöltudans. Lýsandi yfir feimni sinni og yfirheyrandi mig um framtíðarplönin. Suma lýst mér vel á, aðra ekki. Allt í einu er ég ekki svo viss um að það sé besta hugmynd í heimi að yfirgefa Holland. Kannski ég gerist bara hollensk húsmóðir. Annars er nýjasta hugmyndin að sækja um doktorsnám í Hong Kong háskóla. Það liti allavegana vel út á ferilskránni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Kannski að þú hittir draumaprinsinn á lokasprettinum í Hollandi en þá verðuru bara að draga hann með þér til Hong Kong :)
Post a Comment