Sunday, April 12, 2009

suður á bóginn

Ég er farin til Grikklands. Ég ætla að vera 2-3 daga í Aþenu. Fíla mig með anarkistunum og rokkurunum þar. Spenntust fyrir næturlífinu. En maður skoðar nú Akrópólis. Svo ætla ég að eyða 5 dögum í þorpi við sjóinn sem er rétt hjá borginni Kalamata. Þar ætla ég að fagna orþódox páskum. Fara í skrúðgöngu með Jesús Krist á krossinum, kíkja í messu og í kirkjugarðinn. Borða lambakjöt. Átið og drykkjan er víst allsvakalegt þarna suðurfrá. Og þá sérstaklega um páska. Ég ætti að fíla mig vel. Ætla bara að vera í rósóttum sumarkjól sem er vel víður yfir kviðinn. Svona óléttukjól. Stay cool.

4 comments:

Fanney said...

Jamas!

Jóhanna sys said...

Nice. Hafðu það sem allra best og skemmtu þér vel. Um að gera að njóta lífsins eins og maður lifandi getur.

Sigrún sys said...

Já maður nýtur sennilega ekki lífsins þegar maður er dauður.Vertu duglega að taka myndir, mig langar að sjá öll þessi herlegheit.

Hrólfur S. said...

Gleðilega páska!