Thursday, April 09, 2009

Góðir páskar framundan

Guð ég er að hugsa um að fara að hlaða niður Skid Row og Guns 'n' Roses. Jafnvel Quireboys, Poison og Steelheart. Smá Metallica, Iron Maiden og AC/DC. Ég var aldrei Whitesnake aðdáandi. Eyða páskunum í garðinum með tóbaksklút um hárið og glysrokk í eyrunum. Það spáir sumarveðri um helgina og ég á fullt af súkkulaði. Páskaegg og allt. Á mánudaginn fer ég svo til Grikklands.

2 comments:

Anonymous said...

Jóhanna likes this! (Nei bíddu ég er ekki á facebook...)

Spike og ég eigum sama afmælisdag! OG - ég sá gítarleikarann á förnum vegi í útlöndum árið 1993.

Hrefna said...

Hæ sæta. Gleðilega páska og skemmtu þér vel í Grikklandi. Hlakka til að heyra ferðasöguna.