Tuesday, April 28, 2009

Bonnie and me

Ég fór á Bonnie Prince Billy tónleika í síðustu viku. Tónleikarnir voru góðir og hann var í smekkbuxunum sínum. Ég var svo spennt. Þetta var svolítið eins og jólin. Ég gat ekki beðið og var mætt löngu áður en hann átti að byrja að spila. Ég fékk að opna einn pakka áður en pakkaflóðið byrjaði þegar hann kom óvænt og tók eitt lag með upphitunar söngkonunni. Svo byrjaði hann bara að spila og syngja og ég stóð stjörf með mogólítaglott á vörunum. Í einhverskonar gleðivímu, vissi varla af stað né stund. Svo var þetta bara búið. Pakkarnir búnir, kominn jóladagur og allir bara heima á náttbuxunum. Ég var nú að hugsa um að reyna að hafa upp á kauða baksviðs og biðja hans. En mér fannst það svolítið klént. Ég er að hugsa um að senda honum bara e-mail: Dear Bonnie, my prince. Will you marry me and be with me forever and ever. Have my children and wear my hand knitted sweaters over your "smekkbuxur". I can trim your beard and carry heavy stuff for you when your touring. We will have lots of sex, you will have to promise me that. I think we will make a great couple. I send you my photo as an attachment so you can see how incredibly hot I am without my clothes. Yours forever, love love love Gunnhildur
Annars tók hann ekki I see a darkness en helvítis Parísarbúarnir hafa verið svo heppnir að fá að heyra það. Oh það er svo hallærislegt að búa í París.

2 comments:

Anonymous said...

Hann er bara flottur.
Ég skal passa börnin ykkar meðan þið túrið.

Kveðja Alda

Hölt og hálfblind said...

O ég sakna þín Alda. Þú skilur mig svo vel. Þú verður ráðin sem barnapía um leið og fyrsta barnið kemur í heiminn. Ofurkonuna Öldu munar varla um að bæta 3-4 krökkum við barnaskarann sinn ;)