Sunday, February 22, 2009
Mennirnir í lífi mínu
Thursday, February 19, 2009
Sumir dagar
Ég bakaði bollur og ætlaði að taka með mér í nesti í skólann. Var að skera þykkar sneiðar af gömlum hollenskum osti sem álegg. Sneiddi líka aðeins af þumli vinstri handar. Snaraði mér út í apótek að kaupa plástur. Setti plásturinn í töskuna þar til ég kom út úr apótekinu. Ætlaði þá að sækja plásturinn í töskuna og fékk þá svona svakalegt paperkött á litlafingur hægri handar. Fossblæddi. Ég átti allavegana plástur.
Tuesday, February 17, 2009
Roðin á rasskinnunum
Ég geri ekkert skemmtilegra en að fara í ræktina þessa dagana. Mér finnst sjúklega gaman að púla svolítið. Í gær stóð ég sjálfa mig að því að standa í búningsklefanum eftir púlið og bara hugsa endalaust um hvað mér þykir sjúklega vænt um vini mína. Var bara eitthvað að dunda mér við að setja á mig krem og maskara mig og blása á mér hárið og eitthvað og svo bara hugsaði ég um hvað ég elska rosa mikið. Áttaði mig svo á því að ég hlyti að vera í vímu eftir púlið. Einhver efni bara að pumpa á fullu í heilanum á mér og ég í stjórnlausri ástarvímu. Stórkostlegt. Annars hugsa ég aldrei um hvað mér þykir vænt um vini mína. Djók. Annars er svolítið athyglisvert að fara í sturtu eftir ræktina í Hollandi. Þeir eru svo frjálslegir hér. Held að ímynd Ameríkana um frjálslynda nakta Skandinavann séu kannski bara komnar frá Hollandi. Hér fara allir naktir saman í gufu, naktar kellingar og naktir kallar. Ég er enn ekki búin að hætta mér í gufuna. Eeen gufan er við hliðina á sturtuklefa kvenna. Og kallarnir þurfa að labba framhjá hálfgagnsæju gleri sem skilur að gufuna og kvennaklefann. Maður sér þá sem sagt bara lalla sér á sprellanum bara svona rétt við hliðina á nöktum sjálfum sér og þeir sjá mann væntanlega til baka. Svo geta þeir meira að segja farið í krana sem er svona hálf inni í kvennaklefanum. Í dag var ég bara eitthvað að sápa mig í sakleysi mínu þegar kall lallar sér í rólegheitunum á sprellanum í kranann. Mér varð um og ó enda hef ég ekki séð nakinn karlmann í háa herrans tíð. Ég roðnaði alveg áreiðanlega á rasskinnunum.
Sunday, February 15, 2009
Ljóð
Ég fékk ástarljóð frá Svíanum mínum á valentínusardaginn:
elskan min
ég sakna þin
og elska þig
og dreymi þér
og daíst á þér
island er kallt án þin
elskan min
ég sakna þin
og elska þig
og dreymi þér
og daíst á þér
island er kallt án þin
Friday, February 13, 2009
Thursday, February 12, 2009
L.E.S. Artistes
Ég fæ ekki nóg af Santogold (sem ég hélt lengi vel að kallaðist Santagold en heitir víst nú Santigold). Hún er snillingur.
Tuesday, February 10, 2009
Öppdeit
Ég held ég sé að vakna úr dvala. Ég er búin að vera 5 vikur í kjallaranum í skólanum. Taka massahress á móti þátttakendum í tilraunina mína og hekla hárskraut þess á milli. Horfa á sjónvarpið á kvöldin. Mikið af mjög lélegum bíómyndum. Borða og dettíða um helgar. Heiladauð. Ég hef ekki litið í vísindagrein eða tölfræðibók. Ekki farið út að labba eða skokka. Ekki passað börn. Ekki verslað eða eldað. Borðað tælenskt teikaway og ristað brauð með osti og sultu. Ekki farið í bíó eða á tónleika. Dvali. En nú er ég að vakna. Ég byrjaði í ræktinni í gær og er orðin mjög mjó. Var að hugsa um að fara ekki aftur í dag því að þá færi fólk örugglega að tala um að ég sé með anórexíu. En ég lét mig hafa það. Fékk mér bara kakó og ristað brauð með mjög feitum osti á eftir til að redda þessu. Prentaði út fjall af sálfræðigreinum í dag. Náði nú ekki að lesa neitt samt. Ég geri það á morgun. Má ekki ofgera mér. Nú og svo hef ég sem sagt tekið ákvörðun um að fara til Hong Kong næsta haust. Vera þar í 3 mánuði. Þangað til þarf ég að vinna fyrir peníngum og sækja um styrki. Það er næst á dagskrá. Finna vinnu. Fá styrki. Nú og svo þarf ég að fara að reikna út úr tilrauninni minni og skrifa skýrslu. Ætla til Grikklands í viku í apríl. Fagna þar orthodox páskum. Hver ætlar að bjóða mér heim á sker til að fagna þeim lúthersku?
Monday, February 09, 2009
Tina Turner
Friday, February 06, 2009
Föstudagskvöld og vika í valentínusardaginn
Og ég hangi heima í bleiku náttdressi, horfi á sjúklega lélegt amrískt sjónvarpsefni, þamba hvítvín og borða súkkulaðikex. Þetta gengur ekki. Ég á auðvitað að vera blindfull á barnum að þamba sjeníver og fara í sleik við strákana. Hollensk hávaxin sjarmatöll í ljósbláum skyrtum með mikið gel í hárinu.
Thursday, February 05, 2009
Bonnie og Polly
Ég var að kaupa mér miða á Will Oldham í apríl. Er viðbjóðslega spennt. Ætli það séu ekki komin tíu ár síðan ég sá hann síðast. Ég held í alvöru að hann sé ekkert svo ljótur ef skeggið væri á kollinum. Ég elska hann svo mikið.
Það var uppselt á alla tónleika P.J. Harvey sem ég hefði hugsanlega getað farið á í Evrópu (Amsterdam, París, Kaupmannahöfn, Brussel, Manchester osfrv. í maí!). Ég gæti grátið. Mig langar svo mikið að sjá hana á tónleikum. En nú leggst ég bara á bæn. Góði guð viltu láta Polly rífa sig úr þessum helvítis brúðarkjól, hætta þessu gutli á píanóið og fara að spila á rafmagnsgítarinn á nærfötunum aftur og halda tónleika á fótboltaleikvöngum. Amen.
Það var uppselt á alla tónleika P.J. Harvey sem ég hefði hugsanlega getað farið á í Evrópu (Amsterdam, París, Kaupmannahöfn, Brussel, Manchester osfrv. í maí!). Ég gæti grátið. Mig langar svo mikið að sjá hana á tónleikum. En nú leggst ég bara á bæn. Góði guð viltu láta Polly rífa sig úr þessum helvítis brúðarkjól, hætta þessu gutli á píanóið og fara að spila á rafmagnsgítarinn á nærfötunum aftur og halda tónleika á fótboltaleikvöngum. Amen.
Tuesday, February 03, 2009
Við elskum þig hér og þar og allsstaðar
Gunnhildur: So it would not be a problem for you if I would go to Hong Kong in September instead of April?
Prófessor í skólanum í dag: No, we love you here, we love you there.
Gunnhildur: eeuh eee. OK.
Stemmning í skólanum bara. Ástarjátningar og læti.
Prófessor í skólanum í dag: No, we love you here, we love you there.
Gunnhildur: eeuh eee. OK.
Stemmning í skólanum bara. Ástarjátningar og læti.
Monday, February 02, 2009
Mál málanna
Jú mál málanna er auðvitað hvort ég fer til Hong Kong eða ekki. Ég veit að fólk bíður með öndina í hálsinum eftir fréttum af þessu æsispennandi máli. Skyldún fara eða vera, það er spurningin sem brennur á allra vörum. Hvort Jóhanna sé lessa eða flugfreyja, Kata 32 eða 3, fjármálaráðherra dýralæknir eða jarðfræðingur. Iss piss hverjum er ekki sama. En ég get á þessari stundu upplýst fólk um það að nú stefnir allt í að ég drífi mig þarna austureftir. Kannski ekki fyrr en í haust en jú þetta virðist vera að gerast. Maður er svona búinn að finna sér rannsókn til að gera og prófessorar hér og þar hressir og spenntir yfir þessu öllusaman. Nú er þetta "bara" spurning um tíma og smá peníng.
Annars er ég svona um það bil að bugast vegna djamm álags. Það er enginn friður fyrir þessu helvíti. Ég er orðin bogin og bólótt vegna drykkju og dans fram á morgna. Stanslaust stuð að eilífu bara
Annars er ég svona um það bil að bugast vegna djamm álags. Það er enginn friður fyrir þessu helvíti. Ég er orðin bogin og bólótt vegna drykkju og dans fram á morgna. Stanslaust stuð að eilífu bara
Subscribe to:
Posts (Atom)