Wednesday, June 25, 2008
Það styttist
Jú jú Þjóðverjar áfram. Djöfull á ég erfitt með að samgleðjast þeim þó ég eigi þarna tvo menn (mína eigin-menn). Fúlt að sjá ekki Tyrki í úrslitaleiknum. Ekki það að ég komi til með að sjá leikinn, ég verð í flugvélinni á leiðinni heim í heiða dalinn. Núna er það bara multilevel analysis, jibbicola, próf eftir 9 klukkutíma. Síðasta tölfræðiprófið mitt. Svo þarf ég að ákveða hvaða skó ég ætla að taka með mér heim, hvaða eyrnalokka, hvaða lopapeysu, sumarkjól, föðurland, húfu, vettlinga, hlýrabol, úlpu, bikiní. Það er ekki auðvelt að pakka fyrir tveggja mánaða dvöl á Íslandi yfir hásumar. Er ekki yfirleitt komið háhaust í lok ágúst. Kannski ég geri bara eins og túristarnir og verði í gönguskónum, flísinu og gorítexinu bara alltaf allstaðar. Það er óvitlaust ef maður pælir í því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hlakka til að sjá þig.
Knús
Góða ferð heim til Íslands sæta mín. Hlakka mikið til að sjá þig í júlí. Við komum síðan heim eftir tvær vikur.
Knús Hrefna
Hlakka til að sjá þig!!!
Þú ert alltaf velkomin í kaffi og mat á kapló 29 1 hæð.
knúuuuuss Fríða
Post a Comment