Þetta var frábært brúðkaup. Takk fyrir mig. Og ráðahagurinn góður.
Fríða og Heiðar, megi þið lengi lifa: Húrra húrra húrra húrra!
Takk fyrir lánið á kjólnum Brynja mín, eins og þú sérð var ég svaka sæt og fín í honum.
Brúðhjónin voru líka sjúklega sæt og fín
og brúðurin var í miklu stuði (brúðguminn reyndar líka en ég hef ekki jafn góð sönnunargögn)
Ég var umvafin föngulegu kvenfólki. Orðin hasarkroppur, súpermódel og kynbomba eru oftast notuð um þessar konur.
En mér fannst ekki verra að vera umvafin fjallmyndarlegum karlmönnum, múúúhahahaha!
Nú er ár brúðkaupanna liðið og ár þrítugsafmælanna tekið við. The party must go on and on and on and on úff!
6 comments:
ok smá getraun.
hver söng og UM HVERN?
því ég þið elskaði þráðu og dáði í senn
já ástareldurinn kviknað'á ný.
já ég þið elskaði þráði og dáði í senn.
Ég bara þorð'ekk'að segja þér frá því.
Sá sem getur þetta mun fá vegleg (road-like) verðlaun!
Anna Mjöll um Ólaf Gauk.
djöfull ertu snjöll, enda fegurst kvenna vesturlands.
Hvað má bjóða þér í verðlaun?
helgarferð til Lundúna
fyrir tvo (fyrir að hafa hýst getraunina)
consider it done!
Hýsill og snýkill eru báðir hjartanlega velkomnir á ofurmjúka fútondínu í hjarta hinnar fjölmenningarlegu Austur-london!
Nú ætla ég út að selja mig fyrir farmiðunum.
Heyrumst!
Post a Comment