Monday, January 08, 2007

Í borginni

Það er spurning hvort að fyrsta helgi ársins gefi tóninn fyrir 2007. Sirkus til sjö, þrítugsafmæli, ný föt, matarboð, kvef, þynnka, eldamennska, bakstur, prjónaskapur, rock og ról og evrópskar niðurdrepandi kvikmyndir. Vinkonurnar á fullu í strákamálunum og ég á kantinum að gefa ´góð´ ráð. Held fast í skýrlífsheiti liðins árs. Allt eins og það á að vera bara. Nema kannski helvítis kvefið og slappleikinn. Óþolandi andskoti. Ég verð að segja að á köflum minnti helgin mikið á góðan þátt í sex and the city. Lætin voru þvílík að afrek og vandræði vinkvenna okkar frá New York bliknuðu á stundum. Ég ætla ekkert að vera að bera vinkonur mínar saman við týpurnar í þáttunum. Þær mega bara velja sér hlutverk sjálfar. Vita trúlega nokkurn vegin hverja ég hef í huga fyrir hvaða hlutverk. Ég ætla hinsvegar að velja Charlotte fyrir sjálfa mig. Tepruskapurinn í hámarki og ég bíð samanherpt eftir hinum eina rétta. Trúi statt og stöðugt á að riddarinn á hvíta hestinum bíði mín þarna úti.
Já til hvers þarf maður ameríska sjónvarpsþætti þegar maður hefur lífið sjálft.
Annars er ég mikið að velta því fyrir mér hvort Will Oldham sé mesti snillingur vorra tíma.

7 comments:

Anonymous said...

Will Oldham er án efa aðal. Var ég búin að segja þér frá því þegar hann hringdi í mig af tónleikunum sínum á Gauknum? Hef sjaldan orðið jafn hissa...

Anonymous said...

Pant vera Carrie. Við eigum ýmislegt meira sameiginlegt en það að hafa einstaklega fallega fótleggi. Ég nefni engin dæmi.

Anonymous said...

oh hverra manna er hann. Ekki er hann fagur

Anonymous said...

Hverra manna er hann..... dásamlegt Dísa. Við veljum þá að sjálfsögðu eftir því, enda sveitastúlkur fram í fingurgóma.

Hölt og hálfblind said...

Jú jú Brynhildur AKA Bibba þú varst búin að segja mér þegar hann hringdi í þig, oft!
Ekki hafa áhyggjur ég er ekkert þannig að spá í honum Will. Ekki það að börnin okkar yrðu auðvitað sjéní í sjöunda veldi. Hann er líka kominn af góðu fólki.

Anonymous said...

Ég er með einn í takinu fyrir þig. Þarf bara Baldrek til að búa til "cunning plan" svo hann fatti ekki að ég hafi skoðun á ástamálum hans. Þá fer hann í mínus.

Anonymous said...

Will Oldhan er ÆÆÆÆÆÆÐI, hann er eiginlega minn uppáhalds.
Allavega nógu mikið uppáhalds að ég ætla mér að mæta með engan miða á tónleikana hans á föstudaginn hér í London bjóða feitt í miða til sölu, jafnvel sýna eitt eða tvö brjóst með.
Guuð hann Willll.
Love
Ace