Ég reyndi að vakna klukkan 9:20 í morgun, ég fór á fætur klukkan 11:50. Það er SVO gott að sofa frameftir. Ég afrekaði samt eitt og annað merkilegt í dag. Ég sótti um vegabréf. Það verkefni hefur hangið yfir mér síðan síðasta vor. Jeih nú get ég farið til útlanda án þess að vera í kvíðakasti á flugvellinum. Ég upplifði það í Danmerkurferð síðasta sumar. Með útrunnið vegabréf og niðurgang af stressi yfir að komast kannski ekki með fjölskyldinni til að fagna stórafmæli móðurinnar. Það laug því nefninlega einhver að mér að maður þyrfti ekki vegabréf til Skandinavíu. það er ekki rétt. Ég komst þó með í það skiptið. En til Kraká ætla ég mér með vegabréf í Coco Chanel veskinu AKA farteskinu! Ég skráði mig líka í TOEFL próf núna rétt í þessu. Það verkefni hefur hangið yfir mér síðan í október. Ekki annað að gera í stöðunni en að fagna þessum afrekum með einum eða tveimur bjórglösum. Annars bíður Grafarvorgurinn mín um helgina. Helvítis helvíti.
Úúh ú ú ú ú ú úúúúúúh!
3 comments:
Einu sinni árið nítjánhudruð og eitthvað sat ég í tvo klukkutíma í litlum klefa, ásamt fullt af hermönnum í fullum skrúða, á landamærum Króatíu og Serbíu með litla bláa fallega vegabréfið mitt (sem þá var risastórt) og enginn kannaðist við Ísland... Var of vitlaus til að verða smeik og fannst þetta bara fyndið. Ég hefði eins getað framvísað servéttu.
hvað ertu að gera upp í grafarvog? (annars er þetta besta nafngift sveitafélags í sögu vorrar þjóðar, vogur grafanna... róluvöllur dauðans).
Það er engri manneskju hollt af fara að ástæðulausu út úr 101-107, nema til þess að vara ALMENNILEGA út á land. Ég vona að þú sért með a darn good reason girl!
Taktu í öllu falli með þér tissjú ef þú skyldir fá blóðnasir í ártúnsbrekkunni...
Auðvitað fáir sem fatta að Stuðlar eru í Grafarvogi, þar með talin ég fyrir nokkrum vikum. Vona að únglíngarnir hafi farið vel með þig og þið kraftlyftingateymið með þá. Verð að koma því að hér að Foreldrar eru frábær mynd. Var svo lánsöm að sjá hana á föstudaginn.
Post a Comment