Saturday, January 27, 2007

Ritskoðað: Brjóst, barinn og mikið að gera

Ónefndri vinkonu minni fannst fyrri hluti þessarar færslu lýsa óþarflega mikilli desperasjón. Ég gat ekki gert annað en orðið við bón hennar um að eyða þessum skrifum. En í stuttu máli snérust þau um bar og brjóst og enduðu svona:
Brjóst eru málið. Að þessari niðurstöðu komumst við þar sem ég sat í blúnduskyrtunni hnepptri upp í háls og vinkonan í mörgum lögum af rúllukragapeysum og snérum baki í markhópinn. Já við höfum ekki hugmynd um hvað við erum að gera. Hrólfur var líka hálf ráðviltur þar sem hann stóð í sakleysi sínu á barnum og var áreittur kynferðislega af Andreu Jóns. Hann hélt að hún væri samkynhneigð.
Seinni hluti færslunnar fær að halda sér óbreyttur:
Ég hef verið óvenju önnum kafin undanfarið. Mikið af orkusjúgandi verkefnum í gangi. Stórkostlegir viðskiptasamningar fjölskyldunnar með tilheyrandi viðskiptafundum og látum, ég er farin að vinna í annarri vinnu með, endalaus umsóknarferli fyrir skóla, skipulagning á vetrarfríi, brjálæðislega lifandi social líf og svo er ég farin að stunda líkamsrækt. Janúar hefur því flogið frá mér á ljóshraða og ég er ekki einu sinni búin að hringja í fólk og óska því gleðilegs nýs árs. Verð trúlega að því eitthvað fram á vorið. Og ég sem hlakkaði svo til í janúar og febrúar að vera heim með kertaljós að sauma út.
Eru ekki allir búnir að taka 31.mars frá fyrir afmælið mitt og panta flugfar heim?
Hugmyndir sem komið hafa upp að þema:
Dolly
1920-30
pólskt
himininn
mexíkóst
karabískahafið

8 comments:

Anonymous said...

mér finnst að þemað ætti að vera eitt af eftirtöldu:
1. Þorskastríðið.
2. Húmanistar.
3. Dreddar.
4. Útrýmingabúðir.

Hölt og hálfblind said...

Mér líður aaaaðeins eins og verið sé að gera grín að þeim þemum sem þegar hefur verið stungið upp á. En jú þetta eru hressandi tillögur.
Takk fyrir.

Anonymous said...

Í fyrra sagðist þú vera búin að ákveða þemaið þannig að mér finnst ekki úr vegi að það verði gert opinbert hið fyrsta þannig að hægt sé að hefja undirbúning. Annars finnst mér Borgarnes koma til greina sem þema. Borgnesingar eru svo grand á því en í stað Elton John gæti Dolly verið boðið á svæðið til að skemmta. Hún er reyndar bókuð á Írlandi á þessum degi en mig er farið að gruna að það sé yfirskin.

Anonymous said...

Það væri hægt að hafa Karabíska hafið og Þorskastríðið í einu feitu þema

Anonymous said...

Já nú er búið að setja trendið fyrir afmælisveislur - svo núna gerir maður bara ráð fyrir að Dollý mæti...

Anonymous said...

Það var mjög skvísulegt þemað í 30 afmælinu hjá Kate Moss "the beautiful and the dammed" ef ég man rétt. Hvernig gengur annars í freknusöfnuninni?

Anonymous said...

Hvaða viðkvæmni er þetta í vinkonu þinni! Las óritskoðað færslu og sá ekkert athugavert við þessar pælingar :-/

Anonymous said...

Hei ég kem akkúrat heim aftur 30.mars í tæka tíð fyrir afmælið :o) Jibbí!