Jæja þá er víst nýtt ár gengið í garð. Til hamingju með það allir saman. Alltaf svolítið gaman að svona tímamótum. Allavegana ástæða til að fagna og vera glaður. Ég var að vísu drulluþreytt þessi áramótin sökum mikillar og góðrar skemmtunar í brúðkaupi daginn fyrir síðasta dag ársins. Ég var þó ákaflega glöð og drakk sjampó í faðmi fjölskyldunnar og mændi spennt upp í himininn þar til ég var komin með hálsríg. Dreif mig þá heim til að vera nú vel sofin fyrir áramótaræðu forseta vors. Og mikið var þetta ljómandi góð ræða hjá honum Óla okkar. Hann talaði nákvæmlega um það sem hann átti að tala um. Skál fyrir honum. Hann þyrfti samt að fá sér nýjan förðunarfræðing. Meikið sem hann var með var alls ekki hans litur.
Já en jú ætli það sé ekki við hæfi að líta yfir farinn veg á þessum tímamótum, játa syndir sínar og strengja þess heit að bæta sig.
Árið 2006 var ágætt í alla staði og ég hef staðið mig með miklum ágætum. Ekki margar syndir sem ég þarf að játa. Kannski frekar skortur á syndum sem einkenndi árið. Ég hef staðið nokkuð samviskusamlega við skírlífsheitið og allir þessir sleikir sem ég er alltaf að tala um eru bara óskhyggja. Ég verð meira að segja að viðurkenna að það gerðist ekkert þannig á milli mín og Hrólfs. Við Hrólfur þekkjumst mjög náið og við erum trúnaðarvinir en vinskapurinn er platónskur. Hann bauð mér vissulega í kaffi en seinni myndin er sviðsett. Já það er ekki nóg með að Hrólfur sé mikill listamaður og lífskúnstner, hann er líka mikill húmoristi. Mikill karlkostur þar á ferð sem því miður er ekki og mun ekki verða minn. Já þetta er skrítið líf. Annars afrekaði ég ýmislegt á árinu sem ég er ákaflega ánægð og stolt af. Ég er til dæmis ákaflega ánægð með að hafa ferðast talsvert innanlands og ég er sérlega ánægð með Hornstrandaferðina. Ég er líka ánægð með vinnuna sem ég byrjaði í á árinu. Ég er mjög ánægð með skópörin sem ég fjárfesti í. Ég er ánægð með hvað margar mæður vina minna eru farnar að lesa bloggið mitt. Gott að geta glatt fjölbreyttan hóp fólks með röfli. Svo er ég sérlega stolt af þessari:
Nóg um það.
Um síðustu áramót stengdi ég þess heit að vera dugleg að æfa mig í frönsku og sækja um í námi fyrir haustið. Ég ætla líka að gera þetta að markmiði fyrir árið 2007! Auk þess ætla ég að strengja þess heit að halda upp á þrítugsafmælið mitt með miklum glæsibrag, fara aftur í góða göngu á Hornstrandir (eða kannski eitthvert annað), vera dugleg að hitta fjölskylduna mína og sinna vinum mínum betur. Ég er nefninlega svo heppin að eiga yndislega fjölskyldu og mikið af góðum og sérlega skemmtilegum vinum sem ég hitti því miður alltof sjaldan. Hugsa vel um heilsuna (fara aftur í afeitrun og skokka), vera dugleg að elda og æfa mig í asískri matargerð (og bjóða svo fólki í mat ;), drekka meira kampavín og minni bjór já og bara almennt að vera hress og skemmtileg og sæt og ákveðin á árinu. Ég hef þó leyfi til að taka 2-3 væg þunglyndisköst á árinu.
Segjum það.
Gleðilegt ár, skál!
8 comments:
GLEDILEGT AR elsku gunnhildur!
takk fyrir skemmtilegt blogg og skemmtilegar stundir a lidnu ari, sem eru reyndar alltof faar, vona ad thaer verdi fleiri a nyja arinu!
megi 2007 verda ther glaesilegt i alla stadi!
thin
ragna X
p.s. eg held ad hrolfur se hommi
p.p.s. flottur lakkris
p.p.p.s. er ekki gaman ad fa svona morg komment?
Gleðilegt ár ma cherie!
sætar systur:-)
Já jú takk fyrir það.
En nei Hrólfur er nú varla hommi.
æ greyið, thu heldur enn í vonina...
Post a Comment