Það er ekki gott að gleyma vinum sínum um jól. Sævar K. og C. gleðilega hátíð, megi þið báðir blómstra á nýju ári!
Tuesday, December 26, 2006
Thursday, December 21, 2006
Jolakort
Á jólunum er gleði og gaman, já já já. Þessvegna sendi ég hér út á alnetið þetta jólakort til ykkar mínir kæru vinir. Sumir eru mér kærari en aðrir og eiga þessvegna skilið sérstakar kveðjur. Hér koma þær:
Systur mínar kærar og allir ykkar fylgifiskar: Ég elska ykkur öll og hlakka til að hitta ykkur um jólin. Jónína: Hvar væri ég án þín, mín kæra. Brynja: Takk fyrir að vera til, ást. Linda mín: Það ættu allir að eiga eina sæta sænska nektarínu eins og þig að, þú fyllir líf mitt litum. Hrafnhildur: Ertu klikkuð að senda mér jólapakka! Ég bið kærlega að heilsa Thijs, Gling Gló, gullfiskinum, máginum og stórt faðmlag til þín. Gulla Sigga: Gleðileg jól í Kína, you crazy!!! Fanney mín fríð, Jói og Ýmir: Takk fyrir allt, krúttleg fjölskylda, ekki hægt að segja annað. Alda og co: gleðileg jól, stay cool og reynum nú að hittast kannski eitthvað á nýju ári. Hrefna og Hafsteinn: vúúú vúúú takk fyrir síðast og húrra fyrir ykkur nýgiftu hjón. Ása og Heiða Sól: Takk fyrir jólakortið, þið eruð sjúklega sætar báðar tvær. Ágústa, Matti og Kristín Þuríður: Þið eigið bjarta framtíð, ég bara veit það ;) Marian og Aggi: Þið lesið ekki þetta blogg, en samt, gleðileg jól, þið eruð sætir. Brynhildur AKA Bibba og stórfjölskylda: What can I say, sýnið okkur hinum hvernig á að gera þetta. Tinna og frændur mínir tveir: Takk fyrir heimboðið í sumar, kommentin og já for ceepin it real. Orri Páll og félagi: Þið eruð sjúklega sætir ;) Fríða og Heiðar: Jiih hvað ég hlakka til þrítugasta, held það verði brúðkaup ársins þó að þau séu búin að vera mörg og góð hingað til. Dísa: Vona að það fari vel um þig og þina á Baldursgötunni um jólin. Ella S: Ísafjörður um jólin, þaggi málið. Dr. Hanna: Til haminjgju með lífið, það brosir við þér. Birna og Kiddi: Joyeux noel, feliz navidad, merry christmas. Jóhanna Lilja: Takk fyrir jólakortið, þú ert yndi. Mæja og Nökkvi: Til hamingju með allt, óléttuna, íbúðina, jeppann osfrv. Óli minn: Þú átt allt það besta skili, bið að heilsa öllu frábæra ÍTR fólkinu. Solla. Takk fyrir typpaformin, I owe you bigtime. Hrólfur: Þú ert frábær. Sólrún: Takk fyrir frábært blogg og takk fyrir að bjóða mér í afmælið þitt. Kristín frænka: Boy oh boy er ég glöð eða er ég glöð að þú ert nú vinnufélagi minn. Gunni og Viðar: Takk fyrir afar hressandi viðkynningu á árinu, stay cool. Ragna: Vona að við hittumst eitthvað um jólin mín kæra. Ólöf: Vona að þú sért á lífi á Fiiji og eigir þar gleðileg jól. Þórólfur, Birta, Heiða, Anna, Eiki, Berglind: Þið rokkið. Hildur og Hildur: Sé þig Hildur 30. og þig Hildur well, next time youre in Iceland. Vinnufélgarnir: Þið eruð öll frábær en sumir samt frábærari en aðrir, Hulda er t.d. frábærust. Hanna Christel: Ef ég væri strákur væri ég skotin í þér ;) Brynjólfur AKA Kardínálinn: Megi guð blessa þig um jólin. Saga og Árni: Þið eruð krúttleg lítil fjölskylda, gaman að rifja upp kynnin á árinu. Ása Björk: Þú ert skemmtileg, ekki hætta að skilja eftir komment. Inga, Halldóra, Þrándur, Ella, Kata, Kristín, Ása, Bato, Linda, Borgfirðingar allir og bloggarar, Lena, Lóa, Ingibjörg og allir gamlir skólafélagar, vinnufélagar, djammfélgar og hjásvæfur gleðileg jól, faðmlög og kossar.
Ég gat ekki ákveðið hvora myndina ég ætti að hafa þannig að hér eru þær bara báðar.
Gleðirík jól allir saman í sleik (nei djók ég er hætt að nota þetta orð)
Jolaglaðningur
Á svona dögum er fátt sem gleður einmana unga konu. Ég ligg lasin heima með stíflað nef og höfuðverk og hef áhyggjur af að komast ekki heim í sveitina yfir jólin vegna veðurofsa. Sambýliskonan neitar að fara á videoleiguna og ég borðaði hrökkbrauð í kvöldmatinn. Ég var gráti næst. Þegar ég fletti í gegnum Fréttablaðið og rakst á þetta: "Aftur á lausu. David Walliams úr Litla Bretlandi er þekktur fyrir að vera við marga konuna kenndur, nú síðast við fyrirsætuna Emily Scott. Því sambandi lauk þó þegar Scott flaug til Ástralíu til að heimsækja fjölskyldu sína. Eftir að hafa verið í burtu í nokkurn tíma fjaraði sambandið út og Walliams er því á lausu á ný." Nú get ég haldið gleðileg jól og hlakka til að byrja með honum Dabba mínum á nýja árinu (ég sætti mig alveg við takmarkaðann tíma með honum, já já). Jibbí jóh jibbí jeih!
Hver ætlar annars að gefa mér Little Britain DVD safnið í jólagjöf?
Hver ætlar annars að gefa mér Little Britain DVD safnið í jólagjöf?
Monday, December 18, 2006
Party people
Úff! enn ein partýhelgin að baki. Og þvílíkt partý. Baldursgatan átti á tímapunkti mun meira skilt við skemmtistað en heimili. Ég var í marga marga klukkutíma að þrífa eftir herlegheitin. Mest sjokkerandi var eiginlega þvagið á baðherbergisgólfinu. Það ætti að setja það í lög að karlmenn settust á klósettið þegar áfengi er farið að renna í blóðinu á þeim. En ég get svo svarið fyrir það að viðbjóðurinn daginn eftir var tótallí vörðþ itt því þetta var besta partý sem haldið hefur verið. Og ég þakka sjálfri mér að sjálfsögðu fyrir því ég er frábær gestgjafi og ofursvalur DJ. Já það er gott að hafa sjálfstraustið í lagi. Annars hef ég smá áhyggjur af trúnóinu og ruglinu sem fór í gang þegar líða tók á morguninn. En jú jú ætli það hafi ekki verið kominn tími á að vinnufélagarnir kæmust að því hvað ég get verið klikkuð. Jamm og já. Og það eru spennandi tímar framundan, líður að jólum og áramótum. Þá kemur að jólakveðjum, játningum 2006, áramótaheitum og öðru skemmtilegu sentimental kjaftæði.
Ég hef smá áhyggjur af að einstæði faðirinn á móti sé dauður inn í íbúðinni. Þar hefur ekki sést hreyfing í margar vikur. Á efri hæðinni er hinsvegar nokkuð stöðugur gestagangur. Allir lifandi þar.
Ég hef smá áhyggjur af að einstæði faðirinn á móti sé dauður inn í íbúðinni. Þar hefur ekki sést hreyfing í margar vikur. Á efri hæðinni er hinsvegar nokkuð stöðugur gestagangur. Allir lifandi þar.
Monday, December 11, 2006
The real me
Ég er barn og barmgóð sveitastúlka, með stórt hjarta og göfug markmið í lífinu. Mín helstu áhugamál eru prjónaskapur, útivist, matreiðsla, að hlúa að þeim sem minna mega sín, lestur góðra bóka, hádramatísk þunglyndis tónlist og samvera með vinum og fjölskyldu. Ég er félagshyggjukona og fylgist með fréttum heima og að heiman, listum og menningu. Ég hef ferðast talsvert og er víðsýn og fordómalaus/lítil. Í framtíðinni langar mig að ættleiða barn og vinna sem sálfræðingur. Þetta vil ég minna lesendur mína á vegna þess að undanfarin blogg (og þetta meðtalið) virðast snúast að miklu leiti um saurlifnað og vitleysisgang. Þetta er ekki hin sanna ég. Eða allavegana ekki nema að hluta til.
Við gæsuðum semsagt Jakobínu AKA Fríða á laugardaginn. Við vorum með bleikt þema, fórum í dekur, hlustuðum á Justin Timberlake, Akon og Usher, borðuðum typpaköku og drukkum mikið af bleiku bubblí. Töluðum um stráka og brjóstastærðir. Þetta var ákaflega gaman og ég held að myndirnar segi meira en mörg orð.
Á næsta ári ætla ég bara að skrifa um stjórnmál, prjónaskap og matreiðslu. Ég ætla bara að birta myndir af börnum og frambjóðendum Samfylkingarinnar. Núna ætla ég að bæta inn tenglum frá fólki sem skrifar bara um þjóðmálin, alþjóðamálin, útivist og mataruppskriftir og ekkert rugl.
Við gæsuðum semsagt Jakobínu AKA Fríða á laugardaginn. Við vorum með bleikt þema, fórum í dekur, hlustuðum á Justin Timberlake, Akon og Usher, borðuðum typpaköku og drukkum mikið af bleiku bubblí. Töluðum um stráka og brjóstastærðir. Þetta var ákaflega gaman og ég held að myndirnar segi meira en mörg orð.
Á næsta ári ætla ég bara að skrifa um stjórnmál, prjónaskap og matreiðslu. Ég ætla bara að birta myndir af börnum og frambjóðendum Samfylkingarinnar. Núna ætla ég að bæta inn tenglum frá fólki sem skrifar bara um þjóðmálin, alþjóðamálin, útivist og mataruppskriftir og ekkert rugl.
Wednesday, December 06, 2006
Ja það er vandlifað
Það hafa æði margir miklar áhyggjur af karlmannsleysi La bombe sexuelle og hef ég í gegnum tíðina fengið mörg misjöfn ráðin til að bæta úr þessu. Sem dæmi nefni ég boð um make over og að ég eigi bara að stara brjálæðislega í augun á mönnum á barnum. Það nýjasta er frá félaga mínum sem hélt nú að það væri lítið mál fyrir mig að finna mann fyrir jól svo að ég fengi mitt úr eða minn skartgrip um jólin eins og hinir. Það eina sem ég þyrfti að gera væri að halda partý og hafa opið hús. Mörg og misjöfn eru þau ráðin, já já.
Systur mínar og móðir eru á leið til Kaupmannahafnar. Ég ælta að vera heima og passa börnin og sinna unglingunum og baka og prjóna. Já mér hefur ekki bara verið líkt við Unni Birnu heldur líka móður Teresu.
Hér eru myndir frá síðustu Kaupmannahafnarferð fjölskyldunnar.
Systur mínar og móðir eru á leið til Kaupmannahafnar. Ég ælta að vera heima og passa börnin og sinna unglingunum og baka og prjóna. Já mér hefur ekki bara verið líkt við Unni Birnu heldur líka móður Teresu.
Hér eru myndir frá síðustu Kaupmannahafnarferð fjölskyldunnar.
Friday, December 01, 2006
Ævintyri
það er ekki nóg með að ég sé mjög listhneigð týpa heldur er ég líka mjög ævintýragjörn. Til marks um það get ég sagt ykkur að gærkveldinu eyddi ég í Hafnarfirði og deginum í dag í Kópavogi. Þetta var hvorttveggja mjög hressandi upplifun. í Hafnarfirðinum leið mér mikið eins og út á landi og í Kópavogi eins og í útlöndum. Við Brynja stóðumst til dæmis ekki mátið að tilla (hér skítur upp kollinum gamalt og gott y vandamál) okkur á kaffihús í Kópavogi og fá okkur einn léttan eins og við höfum svo oft gert saman erlendis. Þetta verður nú held ég einn af hápunktum ársins vegna þess að þar sátu á næsta borði Sigga Beinteins og Grétar Örvars. Ég á því miður engar myndir úr Hafnarfirðinum en ég stóðst ekki mátið að reyna að ná myndum af Siggu og Grétari og af Jólalandinu.
Helginni ætla ég svo að eyða í Grafarvoginum. Ég er crazzzy!
Þarna sit ég með Siggu og Grétar í baksýn!
Þessi mynd er því til sönnunar (þetta er Sigga)
Brynja og Jólalandið
Ég og Jólalandið
Já og p.s. ég bið alla kalla afsökunar á líflátshótunum með kindabyssu. Ég er totally komin yfir þetta og hef nú þegar losað mig við byssuna.
Helginni ætla ég svo að eyða í Grafarvoginum. Ég er crazzzy!
Þarna sit ég með Siggu og Grétar í baksýn!
Þessi mynd er því til sönnunar (þetta er Sigga)
Brynja og Jólalandið
Ég og Jólalandið
Já og p.s. ég bið alla kalla afsökunar á líflátshótunum með kindabyssu. Ég er totally komin yfir þetta og hef nú þegar losað mig við byssuna.
Subscribe to:
Posts (Atom)