Thursday, August 24, 2006

Furðufuglar

Ég veit að það bíða allir með öndina í hálsinum eftir ferskum sögum af La bombe sexuelle úr sveitinni. Helst er það að frétta að ég er mjög upptekin við að baka brauðbollur og snúða, ræða við ameríska túrhesta og prjóna. Ég get frætt fólk um það að hér er enn ákaflega fallegt, veðrið er gott og furðufuglarnir eru allir enn á sínum stað. Einn merkilegasti fuglinn á svæðinu er kengboginn hvíthærður kall í gatslitinni lopapeysu sem kallaður er Gummi. Hann keyrir um á illa förnum Massey Ferguson og á þýska konu að nafni Súsanna. Sagt er að hann sé ekki nema rétt rúmlega sextugur en hann lítur út fyrir að vera vel yfir áttrætt. Súsanna er einhversstaðar á milli þrítugs og fertugs. Súsanna er myndarleg og ákveðin kona, hjúkrunarkona að mennt. Þau eiga saman þrjú gullfalleg hvíthærð og bláeig börn. Eitt alveg splúnkunýtt. Faðir hennar kom eitt sinn í heimsókn og gisti hér á gistiheimilinu. Hann er mun reffilegri maður en Gummi og lítur út fyrir að vera svona 15-20 árum yngri en tengdasonurinn.
Já já það er nákvæmlega hérna í þessum firði sem hlutirnir gerast. Áhugafólki um veðurfar og
Borgarfjörð bendi ég á að kíkja hér inn. http://157.157.79.9/home/homeJ.html Þetta er höfnin á Borgarfirði og hafnarhólminn.

5 comments:

Anonymous said...

Ég bið um mynd af Gumma & co! Hvernig væri líka að fá eina af ykkur Skúla? Var svo ekki einn þarna vel naglalakkaður, búsettur í Njarðvík?

Anonymous said...

Hvað kostar kílóið af hreindýrakjöti hjá Skúla?

Anonymous said...

Af hverju bakar þú aldrei brauðbollur og snúða heima hjá okkur?

Anonymous said...

Ég hef oft velt þessu sambandi fyrir mér þegar ég hef verið í Gamla Jörfa og horft yfir. En ástin spyr ekki að aldri eða staðsetningu.... eða þannig...Kysstu Gamla Jörfa frá mér - ókey, þú þarft ekki að kyssa - bara klappa. Gæti trúað að fólki þætti undarlegt ef þú færir að kyssa hús þarna í nágrenninu.
Kveðja
Ása pjása

Hölt og hálfblind said...

Oh var að skrifa svo fín svör fyrir ykkur allar og það bara hvarf, nenni ekki að skrifa þetta aftur, helvítis PC drasl!