Thursday, August 10, 2006

Ár a alnetinu

Í dag er nákvæmlega ár síðan ég byrjaði að blogga. Ég byrjaði á þessari vitleysu til að stytta mér stundir á Tryggjó. Ég lét um það bil tíu manns hafa slóðina og hugðist aldrei láta koma fram hver stæði á bak við skrifin. Ég ætlaði aldrei að birta mynd af mér og skammaðist mín nett fyrir tiltækið. Nú ári síðar er öldin aldeilis önnur. Nú er ég stoltur bloggari og dæli myndum af sjálfri mér á síðuna. Kannski um of, undanfarið. Of mikið af myndum og of lítið um skrif. Af því tilefni ætla ég að birta hér sykursæta mynd af............ tataraaa jú jú..... mér.
Njótið vel.

11 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með júbíleumið! Um að gera að leyfa lesendum að njóta mynda af þér, alltaf flott sama hvort það er á hjóli, dráttarvél, fjallstindi eða barnum.

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir kærust ;)

Anonymous said...

Mikid svakalega tekurdu thig vel ut a reidfaknum! Takk fyrir otrulega skemmtilegt blogg sem er buid ad letta mer mikid tilveruna undanfarid ar :)
Luvs!!!!!!!!!!!!!!!!
Heyrdu ja og eg er alltaf a leidinni ad spyrja um nyja netfangid thitt. Eg er nefninlega buin ad tyna postinum thar sem hann stod i? Eg veit ekki hvort thu notir enntha hotmail-id?
Eg er allavega bara med gmail nuna :)
Luuuuuuuuuuuvs og til hamingju med eins ars afmaelid!
Hrafnhildur.

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir Hrafnhildur mín. Hjólið er reyndar fengið að láni but the rest is the real me!!!
Gott að heyra að þú sér á lífi, ljúfust.
Emailið mitt er: gunnhs@gmail.com
Kannski, kannski, kannski kíki ég til Hollands í haust, vinnan eitthvað að plana. Mikið djöfulli væri nú gaman að kíkja á þig, sjáum hvað setur
luv
Gunnhildur

Anonymous said...

þú ert svo bjútífúl á þessu hjóli

Anonymous said...

fallegir leggir i fab skom

Anonymous said...

fabulous darling, sætasta hjól í heimi ... og ekki er manneskjan og kjólinn síðri.
Svo segir fólk að TR leiði ekkert gott af sér, I beg to differ ...

Anonymous said...

aaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhh eg bara vard ad kikja aftur a thessa lika glaesilegu mynd af ther Gunnhildur min. Aaaaaaaaaah mig langar nu mikid til ad vera med ther bara a hjolinu i reykjavikinni i solinni! Annars er eg bara on route til Islands 9 oktober :) Spurning um ad kikja a tonleikaholdin tha lika. :)
Ekki vaeri amalegt ad fa thig i heimsokn, nuna getur madur lika bodid upp a 2 gestaherbergi i Urecht svo thad aetti ekki ad vaesa um thig.
P.s. Eg er ordin sali :) Buin, finido, bara rett nadi ad halda i eigin gedheilsu :)
Eg aetla ad skrifa ther finan meil :)
Knus og kjass fra Hollandinu!
Luuuuuuuuuuuuuuuvs!

Anonymous said...

Þvílíkt skutla!!!
Þvílíkur fákur!!!!!!
luv
ace

Anonymous said...

Nú legg ég til að þú komir aftur með sögur úr sveitinni, Gunnsa mín. Þær eru svo ansi hreint skemmtilegar.

Hölt og hálfblind said...

Kærar þakkir til ykkar allra á þessum tímamótum í lífi mínu.
Fjórfallt húrra fyrir Samfylkingunni:
Húrra, húrra, húrra, húrra!