Friday, August 18, 2006

In da Borgarfjord

Fólk talar um fátt annað en haustið þessa dagana. Þjáningargretta kemur á andlitið á fólki þegar orðið er borið upp og kvíðinn fyrir löngum vetri leynir sér ekki. Það fór að bera á þessu upp úr miðjum júlí en nú er þetta orðið viðvarandi ástand.
Ég var á göngu með vinkonu um daginn og var að dást að yndislega rauðum berjum á tré, vinkonan gat ekki notið þessa, hún sagði bara ojoj haust. Kennaragreyin sem ég þekki svo mörg eru skriðin aftur til vinnu sinnar og kvíða löngum og erfiðum vetri. Nemendurnir einnig. Fólk virðist kveljast yfir dimmum nóttum og hver rigningardropi er talinn merki um að haustið sé fyrir löngu komið og lífið þessvegna margfallt erfiðara.
Ég hinsvegar kvíði haustinu ekki og vetrinum ekki heldur. Ég fíla veturinn bara nett. Þá fæ ég leyfi hjá sjálfri mér til að hanga ofboðslega mikið heima hjá mér, með kerti og prjónana á lofti. Sofa og sofa í stað þess að rjúka á fætur til þess að njóta langra sumardaga. Glápa endalaust á videomyndir í stað þess að lesa ódauðlegar bókmenntir úti á kaffihúsum. Ég fæ leyfi til að vera svolítið þunglynd. Og takið eftir því að það finnst mér kostur ;)
Ég hef þó ákveðið að slá komu haustsins örlítið á frest. Ég eyddi tveimur yndislega sólríkum sumardögum í Borgarfirðinum mínum í vikunni. Týndi þar berfætt jarðaber í garðinum, sló grasið og las úti í sólinni. Næstu tveimur vikum ætla ég svo að eyða í hinum Borgarfirðinum mínum, þeim eystri. Þar ætla ég að gerast ráðskona í afleysingum. Baka kannski svolítið, búa um rúm og rölta um þorpið í sumarkjól. Ég geri sem sagt ráð fyrir sól og hita næstu vikurnar á austurlandinu.
Ef einhver á leið um Austfirðina hvet ég þann hinn sama til að kíkja í kaffi til mín á Borg. Ég get bent fólki á príðisgönguleiðir og jafnvel skotið skjólshúsi yfir einvhverja.
Jibbí jóh jibbí jeih!

7 comments:

Anonymous said...

vildi að ég gæti komið til þín austur en haustið er að skríða í hlað hjá mér, skólinn að byrja á þriðjudaginn með tilheyrandi heimalærdómi hjá börnunum.

Anonymous said...

Vildi ad eg gaeti verid hja ther i hvorum Borgarfirdinum sem er,helst badum. mer list massa vel a thessi plon hja ther! Njottu vel :)

Anonymous said...

ég kem í fjörðinn, vona að þú verðir með heitt kókó og romm á könnunni á Borg, sama hvernig viðrar.

Anonymous said...

Jeminn hvað ég hlakka til að eyða öðrum vetri með þér. Það er greinilega enginn kvíði á Baldursgötunni fyrir komandi vetri.

Anonymous said...

ég get ekki beðið eftir haustinu, kannski þið bjóðið mér í kókó og romm og ég get lesið ljóð á meðan þið prjónið

Hölt og hálfblind said...

Já haustið er yndislegur tími og þið eruð öll velkomin á Baldursgötuna í heitt kókó, prjónaskap, umræður um orkídeur og ljóðalestur.

Anonymous said...

Skilaðu góðri kveðju í þorpið og klappaðu Gamla Jörfa fyrir mig.
Kveðja
Ása pjása