Saturday, July 15, 2006

Oh svo fallegt

Það er fallegt í Suðursveitinni. Jöklarnir kyngimagnaðir. Fossar og fjöll, jökulár og blessuð sauðkindin. Mikið af góðum mat. Ég borðaði grillaðan humar, grillaðan þorsk, grillaðar lærisneiðar og heilgrillað læri, grillaðan camerbert og grillaðan kjúkling, amerískar pönnukökur í morgunmat, fullt af súkkulaði og skolaði þessu niður með bjór, víni, kaffi, blóðbergstei og vatninu góða. Las hina stórgóðu bók Skipafréttir eftir snilldarhöfundinn Annie Proulx sem skrifaði einnig smásöguna Brokeback Mountain. Mæli með henni.
Mikið er tónlistin yndislegt fyrirbæri. Ég týndi mér í dag í tónlistinni á alnetinu. Hlóð niður miklu ágætisefni. Meðal annars nokkuð af góðu kántrí. Emmylou Harris, Willie Nelson og Dolly Parton, gerist ekki betra. Náði í lögin A Love That Will Never Grow Old með Emmy og He Was A Friend Of Mine með Nelson úr Brokeback Mountain. Ó svo fallegt. Hlustaði svo á einhverja píu að nafni Jenny Lewis, skemmtilegur sveita fílingur hjá henni. Merkilegt hvað það kemur samt mikið af porni þegar maður slær inn Jenny, það er greinilega vinsælt nafn í klámbransanaum, skólastelpan Jenny, oj oj oj!
Jú jú og svo ætla ég að skella mér út að tjékka á kúrekum í kvöld. Allt of langt síðan ég hef heiðrað barina með veru minni. Jesúss mig langar að dansa, dance the night away, jeih! Er farin að mála á mér neglurnar eldrauðar og æfa mig í að halda bumbunni inni.


Ég fæ sting í hjartað

1 comment:

Anonymous said...

en fallegt