Fátt um fina drætti
Það var fátt um fína drætti á börum bæjarins í gærkveldi. Held ég hafi þó séð Hrólf á Ölstofunni. Með pípuna og viskíglasið. Gaut augunum til okkar Brynju og spígsporaði í kringum borðið okkar. Talaði þó ekki við okkur. Brynju datt nú í hug að biðja hann um sæði en þorði heldur ekki að tala við hann. Það voru nú alveg nokkrir sem þorðu að koma og tala við okkur t.d. einn tuttuguogtveggja í skoðunarferð á Ölstofunni, Brynja þurfti að segjast vera fyrir eldri menn til að losna við hann. Hann benti henni á að það væri rugl og að hún ætti bara að fara á Prikið og höstla einhvern ungan og sætan. Hún tók hann ekki á orðinu. Ég held hinsvegar að það sé nokkuð til í þessu hjá honum!!!Hér koma svo nokkrar myndir úr Suðursveitinni. 
Svartifoss

Jökulsárlón

Pallurinn

Á fjöllum
3 comments:
Æðislega myndir af þér sæta mín ! Við verðum nú að fara að hittast áður en ég skelli mér í sumarfrí á fæðingardeildina :o)
4 vikur til stefnu ! Kíkjum á kaffihús við tækifæri.
Kv
Ágú
Rosalega myndastu vel.. þú ert á rangri hillu í lífinu skvísa!! Hvenær kemur eiginlega Icelandic's next top model!! Myndir skjóta öllum ref fyrir rass!!
By the way takk fyrir síðast!!
Knús!
mjog eggjandi
Post a Comment