Saturday, July 08, 2006

Þar skall hurð nærri hælum

Að kaupa eða ekki kaupa, það er önnur stór spurning.
Ég rétt slapp við að kaupa Vivianne Westwood kjól í dag.
Ég verð þessvegna því miður að segja ekki kaupa.
Eina ástæðan fyrir að ég keypti hann ekki var að ég var nýkomin frá því að lesa túrhestabók um eyjurnar í Karabíska hafinu. Og óh mæ lord mí gó there. Þessi tveggja vikna ferð mín til Martinique í vetrarfríinu er því orðið að 5 vikna eyjahoppi í huga mínum með áfangastaði á borð við Puorto Rico, öreyjuna Saba, Martinique og Guadeloupe að sjálfsögðu og Trinidad og Tobaco. Nú þarf ég bara að hætta að eyða öllum peningunum mínum jafnóðum svo ég hafi efni á þessu. Og aumingja Viv fékk að kenna á þessum sparnaðaraðgerðum mínum. En jesússs kristur hvað kjólinn er flottur og jesúss hvað ég var sæt í honum. Vildi að ég ætti ammæli í september, þá hefði ég pottþétt keyptann. Karabíska hafið eða ekki. Get ekki beðið eftir þrítugsafmælinu. 9 mánuðir í það.


Viv

4 comments:

Anonymous said...

Hver selur Viv á Íslandi?

Anonymous said...

Afram raudhaerdir..

Anonymous said...

sammala sidasta raedumanni!!

Hölt og hálfblind said...

Kron Kron selur Vivienne Westwood.
Já lengi lifi rauðhærðir. Ég leita nú sem aldrei fyrr að rauðhærðum manni til að geta börn með. Ég vil að börnin mín hafi alvöru rautt hár en ekki feik rautt eins og ég.