Thursday, July 06, 2006

Þarf maður vegabréf til Spánar, mitt er sko útrunnið!

Hver veit nema ég skelli mér til Spánar á sunnudaginn, eða jafnvel austur í Suðursveitina. Hef heyrt vel látið af kúrekum bæði suður í Alicante og á Hornafirði. Annars er sveitastúlkan ég auðvitað þjökuð af samviskubiti yfir að ætla ekki að eyða vikulöngu sumarfríi mínu í heyskap í Borgarfirðinum. Það er nú alltaf viss stemmning að hossast um túnin heima á traktor frá fornöld í skítugum gúmmístígvélum og bleikum háskólabol og Millet úlpu utanyfir með Prada sólgleraugu, gsm símann í vasanum og heitasta undergroundbandið í eyrunum. Pakka inn rúllum, múa, snúa eða garða. Koma svo heim í kot til mömmu og gúffa í sig sviknum héra og skúffuköku með mjólk (feitri rjómamjólk hér áðurfyrr en léttmjólk úr fernu í dag) í eftirrétt. En það verður víst ekki á allt kosið. Ég hef ákveðið að fríinu skuli eytt við lestur góðra bóka annaðhvort í bikiní á sólríkri strönd eða þreytt í bústað eftir erfiðar fjallgöngur í splúnkunýjum gönguskóm (sem eru þriðji dýrasti hluturinn sem ég á í þessum heimi). Hvort tveggja heillandi tilhugsun. En hva, það er nú bara föstudagsnótt í nótt og nægur tími til að ákveða hvað skuli gera á sunnudaginn.
Ég hyggst nú ekki sofa í nótt en nóttin getur verið ansi góð þó að ekki sé sofið og því segi ég góða nótt minn litli ljúfur og ljósið bjarta.

Djöfull er Mr. Nelson annars flottur. Ég er hálf hissa á fáum kommentum á kallinn. Kannski bara allir úti að fíla sig í rigningarsuddanum. Hrólfur kann samt að metann enda er Hrólfur svalur gaur.

Jamm og já ég var víst að breyta lúkkinu á síðunni. Þetta er kannski svolítið eins og að þurfa alltaf að vera að breyta eitthvað heima hjá sér, finna betri stað fyrir húsgögnin, eða eins og að langa til að skipta um hárlit, jú eða bara skipta um föt á nokkurra mánaða fresti. Vonandi allir sáttir bara.

5 comments:

Anonymous said...

Svolítið dökk síða miðað við sumarfílinginn í færslunni ... en sennilega er það nú bara cool.

Hvað er dýrara en gönguskórnir ?

Anonymous said...

Ekki mjog sumarlegt yfribragd... vantar eitthvad stylish.

Annars allt gott herna megin, er i Glasgow og er ad velta thvi fyrir mer hvort eg eigi ad vera her um helgina, vera menningarleg og fara a sofn og tannig. Eda fara yfir til Edinborgh, ekki nema um kls i lest. hummmmm?????

Anonymous said...

þetta er ekkert mjög munúðarfullt útlit

Hölt og hálfblind said...

Þetta er lúkkið núna, só djöst feis itt!

Tölvan mín og myndavélin eru dýrari en skórnir.

Oh mig langar til Glasgow og Edinborgar.

Skrifin eru munúðarfull Hrólfur, skrifin.

Anonymous said...

víða má sjá slæmar afleiðingar hins fullkomna aðskilnaðar útlits og innihalds í samtímalist.