Gvöð ég átti svo huggulega helgi. Eyddi laugardeginum með ástkærri fjölskyldu minni. Drakk með systrum mínum kaffi, knúsaði börnin og rúntaði um bæinn. Var sofnuð klukkan 20:15 á laugardagskveldið. Við vinkonurnar gengum svo á Úlfarsfell á sunnudaginn. Það ringdi mikið og stöðugt allan tímann en við létum það ekki á okkur fá heldur héldum okkar striki beint á toppinn. Uberhressar alveg. Töluðum í stuðlum og höfuðstöfum og sömdum málshætti. Bestir voru: Betri er lánsbrók en blaut brók og oft leynist hörð hella undir mjúkum mosa. Svo buðum við sambýliskonurnar Brynju heim í heitt kókó og bakarís og heimagerða túnfiskpizzu og bjór í kvöldmatinn. Stelpurnar reyndu mikið að tala um stráka og barneignir við mig en ég lét ekki gabba mig í svoleiðis vitleysu. Ég sneri bara út úr og talaði um blómarækt, tísku og tungumálanám. Setti að lokum kínverska dvd mynd með frönskum texta í tækið til að þagga niður í þeim. Það er ekki hægt að neita því að ég er með eindæmum fersk og menningarleg typa. Ætli ég gangi ekki bara á Himmelbjerget um næstu helgi en núna ætla ég að skella mér í Grafarvogslaugina, synda þúsund.
Hej og tak skal du ha!
Sambýliskonurnar niðurringdar en ferskar, á leið heim í kókó.
Það er Brynju ekki boðlegt að birta af henni mynd niðurringdri og þunnri, þessvegna birti ég hér mynd af henni þar sem hún skenkir gestum sínum rauðvíni, afar myndarleg að vanda
Þessi fegurðdardrottning var í boði Brynju, ég er með númerið hjá henni fyrir áhugasama.
7 comments:
takk fyrir kókóið og pizzuna, leiðinlegt að þurfa að fara svona í miðri mynd
Alltaf afar hressandi lesning, kannast við þetta með bílprófið og skriðsundið, held þetta sé líka í genunum, þ.e. að það vanti eitthvað í genamengið í okkur. Handahlaup og danska leikur hins vegar í höndum mér.
Finnst þér allt í lagi að birta myndir af mér þar sem ég er niðurringd !!! Það er ekki furða að enginn biðji um símanúmerið hjá mér. Ég er farin að halda að þú viljir ekki að ég gangi út !!
Þessi mynd af ykkur sambýliskonum minnir mig óneitanlega á Esjugöngu okkar forðum daga í ausandi rigningu og með 30 kvartandi unglinga...haha..það var nú samt ótrúlegt stuð! Gaman að lesa bloggið þitt, er orðinn daglegur gestur núna ;)
Kv. frá Dublin,
Elín.
Jú kæra sambýliskona ég óska þess nú innilega að þú gangir út, ég hef fulla trú á þér gæska. Þú ert bara alltaf jafn sæt þó þú sért niðurringd í bleikri regnslá!
Já alltaf hressandi að ganga á fjöll í mígandi rigningu, les þig líka Ella S.
Við erum nú samt með eindæmum góð gen, kæra systir
Ég skil þetta með handahlaupið enda hver hefur gagn af því að kunna það? Þetta með bílprófið er bara fyndið því ég var með sama kennara og fór bara í 5 tíma og ekkert skriflegt en keyri eins og herforingi. Bara spurning um að henda sér út í djúpu.
ok. hvað er síminn hjá þeirri ljóshærðu?
Post a Comment