Nú eru tíu mánuðir í þrítugsafmælið. Ég er búin að ákveða þema fyrir teitið og mér gengur vel að safna hári og freknum. Fann þónokkrar í gær þegar ég gekk á Esjuna. Ég er þó ekki enn búin að finna hina fullkomnu staðsetningu fyrir teitið. Ábendigar eru vel þegnar.
Ég vona að peningasöfnunin gangi vel hjá komandi gestum mínum.
5 comments:
Gott að hafa fyrirvara á málinu... geri fastlega ráð fyrir að að mér sé boðið.
Takk fyrir spjallið í kvöld - tinnaogeinaritoskana.blogspot.com
staðsetingin fer auðvitað eftir þemanu.
Mér líst vel á að fá svona reglulegar áminningar og fréttir af undirbúningnum. Hlakka til að heyra þemaið svo maður geti farið að hanna dressið með góðum fyrirvara. Er það kannski Goth?
Þú hefur bara sænska stílinn á þessu. Allir borga 500 kall við innganginn. Glætan, ég mæti ekki í partýið ef það verður svoleiðis.
Tinna, þér og þínum ekta manni er hér með boðið í afmæli afmælanna þann 6.apríl næstkomandi.
Takk fyrir ábendinguna Áshildur, þú verður látin borga, múúúhahahahaaaaa!
Nei, Fanney það er sko ekki goth en ég segi patience my friend, patience.
Post a Comment